Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9
2403002F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Lagt fram.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Lyngholts L213971, Hálsakots L213972, Syllu L208561, Syllu 2 L221444, Lindarbrekku L206192, Lindarbrekku 2 L221479, Þúfukot 3 L213973 og Nýja-Kot L213977 sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um breytt orðalag varðandi sorpmál og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að eftirfarandi texti verði settur í stað þess sem er undir SORP: : "Losun og förgun þess skal vera í samræmi við reglur sveitafélagsins hverju sinni. Gert verður ráð fyrir svæði fyrir grenndarstöð við gatnamót vegar frá Hvalfjarfarvegi inn á Eyri sem myndi þjóna byggðinni og nærliggjandi byggðum". A.ö.l. staðfestir sveitarstjórn afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
- 1.5 2403029 Sameining lóða Langás 11, L178491 og Langás 12, L196651 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagiSkipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir breytinguna, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki landeiganda. Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttar mælieiningar á hæð og stærð bygginga á uppdrætti. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Lagt er til að Elís Guðmundsson formaður skipulags- umhverfis og samgöngunefndar verði formaður starfshópsins.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hefur farið yfir umhverfismatsskýrslu og bendir á að ný mannvirki á Grundartanga munu verða, vegna aukins umfangs mannvirkja, talsvert áberandi frá frístundabyggðasvæðum og íbúðarbyggð í Kjósarhreppi. Því er mikilvægt að við hönnun nýrra mannvirkja að vandað verði við frágang og efnisval til að minnka sem mest ásýndaráhrif en einnig að lýsing verði lágmörkuð eins og kostur er til að takmarka frekari ljósmengun frá svæðinu.
Nefndin telur jafnframt þessar framkvæmdir hafa víðtæk sjónræn, hljóðræn og vistvæn áhrif, auk þess sem gera má ráð fyrir aukinni umferð skipa og hvetur sveitarstjórn að skila inn umsögn með tilliti til þessara þátta. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að skila inn umsögn um framkvæmdina. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Lagt er til við sveitarstjórn að auglýsa eftirtalda daga og hvetja íbúa og félagasamtök til þess að taka þátt. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra og oddvita að vinna áfram að undirbúningi og framkvæmd.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd lýst vel á framlagðar tillögur og hvetur sveitarstjórn til þess að leita enn frekari leiða til hagræðingar í sorphirðumálum sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fjarlægja gáma undir gler og málma af grenndarstöðvum og að fækka opnunardögum á helgum yfir vetrartímann. Frá 1. október til 30. apríl ár hvert verði opið á miðvikudögum og laugardögum. Sveitarstjóra falið að upplýsa nærliggjandi sumarhúsafélög um fyrirhugaða breytingu á grenndarstöðvum.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 9 Drögum vísað til kynningar í sveitarstjórn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
2.Áskorun til sveitarfélaga vegna Kjarsamninga
2403016
Formaður Samband íslenskra sveitarfélaga skrifaði undir yfirlýsingu um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga þann 8. mars sl. Í kjölfarið sendi Sambandið út erindi til allra sveitarfélaga þar sem skorað var á sveitarstjórnir að taka þátt og sína samstillt átak til að liðka fyrir gerð langtímakjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.
Vert er að taka fram að ekki er átt við þær gjaldskrár sveitarfélaga sem lögum samkvæmt eiga að standa undir kostnaði við viðkomandi þjónustu eins og t.d. gjaldskrár um fráveitu, vatnsveitu og meðhöndlun úrgangs. Þá er ekki átt við endurskoðun á álagningu skatta þ.e. fasteignaskatts og útsvars.
Vert er að taka fram að ekki er átt við þær gjaldskrár sveitarfélaga sem lögum samkvæmt eiga að standa undir kostnaði við viðkomandi þjónustu eins og t.d. gjaldskrár um fráveitu, vatnsveitu og meðhöndlun úrgangs. Þá er ekki átt við endurskoðun á álagningu skatta þ.e. fasteignaskatts og útsvars.
Kjósarhreppur styður þessa góðu samninga af fullum hug. Ekki voru hækkaðar neinar gjaldskrár hjá sveitarfélaginu nema þær sem snúa að greiðslum og styrkjum til íbúa, almennt voru þær hækkaðar um 4,9% og verður sú hækkun látin standa.
3.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis
2403036
Tekin er fyrir umsókn um um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis fyrir Óðinn Pál Geirharðsson veturinn 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða.
4.Lækur - forkaupsréttur að frístundalóð
2207024
Eigendur sumahúsalóðar að Möðruvöllum, landnúmer: 202-676 óska eftir staðfestingu sveitarstjórnar Kjósarhrepps á að hún falli frá forkaupsrétt að lóðinni.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps fellur frá forkaupsrétti á umræddri lóð. Samþykkt samhljóða.
5.Breytt skipan varamanns í Svæðisskipulagsnefnd
2301004
Lagt er til að Helena Ósk Óskarsdóttir taki sæti varamanns í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins í stað Pálmars Halldórssonar.
Samþykkt samhljóða.
SIS víkur af fundi
6.Beiðni um afslátt af fasteignasköttum.
2404039
Hermann Ingólfsson fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Hjalla ehf. óskar eftir því að fá lækkun á fasteignagjöldum á þjónustumiðstöð ferðaþjónustunnar á þeim forsendum að reksturinn sé í útihúsi á heimili hans og eigi því að meðhöndla eins og um búskap væri að ræða. Einnig sækir Hermann um afslátt af fasteignagjöldum vegna kaffi Kjós.
Einnig gerir Hermann athugasemd við að fasteignaskattur vegna atvinnuhúsnæðis hafi verið hækkaður í 0,8%.
Einnig gerir Hermann athugasemd við að fasteignaskattur vegna atvinnuhúsnæðis hafi verið hækkaður í 0,8%.
Við álagningu fasteignaskatta er um þrjá skattflokka að ræða:
a) Allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
b) 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
c) Allt að 1,65% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Húsnæðið sem um ræðir er nýtt undir ferðaþjónustu og því fellur það undir skattflokk C.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að allir skattgreiðendur sitji við sama borð og að farið sé eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga við álagningu fasteignaskatts. Sveitarstjórn getur því ekki orðið við erindinu.
Varðandi álagningahlutfall fasteignaskatts á atvinnurekstur þá er heimild í lögum til að leggja á 1,65% fasteignaskatt. Fyrir hækkun var Kjósarhreppur með langlægstu álagninguna á rekstraraðila á landinu en eftir hækkun í 0,8% er Kjósarhreppur með þriðju lægstu álagninguna. Til þess að sveitarfélagið geti staðið undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar án þess að það sé rekið með tapi verður að nýta þá tekjustofna sem eru í boði.
a) Allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
b) 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
c) Allt að 1,65% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
Húsnæðið sem um ræðir er nýtt undir ferðaþjónustu og því fellur það undir skattflokk C.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að allir skattgreiðendur sitji við sama borð og að farið sé eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga við álagningu fasteignaskatts. Sveitarstjórn getur því ekki orðið við erindinu.
Varðandi álagningahlutfall fasteignaskatts á atvinnurekstur þá er heimild í lögum til að leggja á 1,65% fasteignaskatt. Fyrir hækkun var Kjósarhreppur með langlægstu álagninguna á rekstraraðila á landinu en eftir hækkun í 0,8% er Kjósarhreppur með þriðju lægstu álagninguna. Til þess að sveitarfélagið geti staðið undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar án þess að það sé rekið með tapi verður að nýta þá tekjustofna sem eru í boði.
SIS kemur aftur inn á fundinn.
7.Fundargerð 188. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands
2403023
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerð 573.og 574. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisinu.
2403003
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerð 125. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
2403024
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 945. og 946. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2403028
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerð 575. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
2403033
Lagt fram til kynningar.
12.Ársreikningur og fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
2403037
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Mál nr. 2404039- Beiðni um afslátt af fasteignagjöldum.
Sveitarstjórn óskar bókað að hún fagnar því að loks hafi Kjósarhreppur fengið sitt eigið póstfang sem er 276 Kjós og þakkar öllum þeim sem að málinu komu.