Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um barnaverndarþjónustu 2022- 2026
2302047
Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um barnaverndarþjónustu 2022- 2026 lagður fram til síðari umræðu.
Sveitarstjórn staðfestir samning Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um barnaverndarþjónustu 2022- 2026 við síðari umræðu.
2.Förum alla leið - Samþætt þjónusta
2308008
Lagt er til að sveitarstjórn samþykki að Mosfellsbær sæki um að taka þátt í tilraunaverkefninu Förum alla
leið ? Samþætt þjónusta í heimahúsum, sem er einn liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda um farsæla
öldrun og er til fjögurra ára og að Kjósarhreppur ásamt Kjalarnesi standi með Mosfellsbæ að umsókninni.
leið ? Samþætt þjónusta í heimahúsum, sem er einn liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda um farsæla
öldrun og er til fjögurra ára og að Kjósarhreppur ásamt Kjalarnesi standi með Mosfellsbæ að umsókninni.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og felur sveitarstjóra að fylgja verkefninu eftir.
3.Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2023
2308009
Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í
Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 17. september kl. 15:00
2. rétt verður sunnudaginn 1. október kl. 15:00
Samkvæmt 10. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020
segir:
Allir, sem jörð hafa til ábúðar eða umráða, og allir sem sauðfé eiga eða
hafa undir höndum eru fjallskilaskyldir samkvæmt fyrirmælum
sveitarstjórna eða fjallskilanefnda. Hver maður er fjallskilaskyldur í því
sveitarfélagi þar sem hann notar upprekstrarland fyrir fé sitt eða á land.
Til leita í hverju upprekstrarlandi ber einkum að skipa þá er það nýta.
Samkvæmt 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020
segir:
Aðalhaustleitir skulu vera tvennar. Þá skal smala allt land þar sem
fénaður hefur gengið á sumarbeit, sem mest á sama tíma. Sérstaklega
skal þess gætt að göngur fari fram samtímis á samliggjandi
leitarsvæðum svo að eigi verði misgöngur. Skulu leitarstjórar hafa
samráð um þá tilhögun sem best er talin henta til að tryggja
samræmingu við smölun.
Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan
varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal og Þorbjörg
Skúladóttir Írafelli
Í útréttir fara eftirtaldir:
1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
2. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 17. september kl. 15:00
2. rétt verður sunnudaginn 1. október kl. 15:00
Samkvæmt 10. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020
segir:
Allir, sem jörð hafa til ábúðar eða umráða, og allir sem sauðfé eiga eða
hafa undir höndum eru fjallskilaskyldir samkvæmt fyrirmælum
sveitarstjórna eða fjallskilanefnda. Hver maður er fjallskilaskyldur í því
sveitarfélagi þar sem hann notar upprekstrarland fyrir fé sitt eða á land.
Til leita í hverju upprekstrarlandi ber einkum að skipa þá er það nýta.
Samkvæmt 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020
segir:
Aðalhaustleitir skulu vera tvennar. Þá skal smala allt land þar sem
fénaður hefur gengið á sumarbeit, sem mest á sama tíma. Sérstaklega
skal þess gætt að göngur fari fram samtímis á samliggjandi
leitarsvæðum svo að eigi verði misgöngur. Skulu leitarstjórar hafa
samráð um þá tilhögun sem best er talin henta til að tryggja
samræmingu við smölun.
Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan
varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal og Þorbjörg
Skúladóttir Írafelli
Í útréttir fara eftirtaldir:
1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
2. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
Samþykkt samhljóða.
4.Reglur um úthlutun leiguíbúða í Kjósarhreppi til staðfestingar
2308010
Reglur um úthlutun leiguíbúða í Kjósarhreppi lagðar fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir reglurnar.
Fundi slitið - kl. 16:30.