Fara í efni

Sveitarstjórn

272. fundur 09. mars 2023 kl. 15:00 - 16:50 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) varamaður
    Aðalmaður: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- og byggingarnefnd - 165

2302002F

  • Skipulags- og byggingarnefnd - 165 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagna verði auglýst samkv. 1.mg. 41.gr. skipulagslaga nr 123/2010.
    Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1. mg. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 165 Deiliskipulag nr. 2379 (1606 4 10.08.1988) er í gildi á svæðinu en í því deiliskipulagi eru ekki tilgreindar stærðir og byggingarmagn.
    Þar af leiðandi gildir aðalskipulag Kjósarhrepps þar sem gefin er heimild til að byggja frístundahús með nýtingarhlutfall að hámarki 0,03". Sjá kafli 2.2.2 Frístundabyggð í aðaskipulagi Kjósarhrepps.

    Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með fjórum atkvæðum, (ÞJ) situr hjá.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 165 Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 165 Miklar breytingar eru að verða á samsetningu byggðar í Kjósarhreppi, fleiri en áður sem hafa búsetu í sveitarfélaginu án þess að stunda búskap og aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsalóðum sem og sumarhúsalóðum undir mun stærri hús. Í ljósi mikillar þróunar í skipulagsmálum og breytinga í sveitarfélaginu leggur skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017- 2029. Bókun fundar Sveitarstjórn fellst á tillögu Skipulags- og byggingarnefndar og felur sveitarstjóra að leita tilboða í vinnu við aðalskipulagsgerð.

2.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps, nrxxxx með síðari breytingum til fyrri umræðu.

2302038

Samþykktir um stjórn Kjósarhrepps lögð fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn vísar samþykktum um stjórn Kjósarhrepps til seinni umræðu.

3.Áskorun til þingmanna Suðvesturkjördæmis

2302039

Lagt fram erindi til þingmanna Suðvesturskjördæmis.
Sveitarstjórn staðfestir áskorun til þingmanna Suðvesturkjördæmis varðandi brýn hagsmunamál íbúa sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að koma erindinu til þingmannanna og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Landsþing og landsþingsfulltrúar

2205024

Lagt er til að breyting verði á skipuðum fulltrúa Kjósarhrepps á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026. Tillagan er eftirfarandi Jóhanna Hreinsdóttir verði aðalfulltrúi og Sigurþór Ingi Sigurðsson verði varamaður.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

5.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

2302048

Sýslumaður óskar umsagnar vegna umsóknar frá Himri ehf. um gistileyfi í flokki II að Traðaholti í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

6.Fundargerð 70. fundar stjórnar Kjósarveitna.

2302041

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Fundagerð 551. fundar stjórnar SSH

2302017

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu

2303006

Lagt fram til kynnigar.

9.Samningur við Reykjavíkurborg um Klébergsskóla

2205128

Lagt fram til kynningar.

10.Samningar 2022- 2026

2302047

Lagt fram til ynningar.

Fundi slitið - kl. 16:50.