Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- og byggingarnefnd - 163
2212003F
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 163 Nefndin telur að eftir lítilsháttar lagfæringar á greinargerð hafi verið komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar, að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Varðandi túlkun sveitarfélagsins á hvaða byggingar/mannvirki geti falli að ákvæðum um starfsemi sem tengist landbúnaði og hins vegar hvort hluti bygginga á sérlóðum (gestahús) falli undir ákvæði stakar framkvæmdir eða hvort heimildir um uppbygginu ,,annarrar starfsemi“ á landbúnaðarsvæðum eigi þar við, metur nefndin það svo, að eftir að deiliskipulagsuppdrætti hafi verið breytt þannig að fjórar lóðir undir „gestahús/starfsmanna-hús“ hafa verið sameinaðar í eina lóð með rýmkuðum byggingarreitum fyrir fjögur íbúðarhús, sé deiliskipulags¬tillagan og fyrirhuguð uppbygging í samræmi við heimildir í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Staðsetning bygginga er í góðum tengslum við núverandi veg á jörðinni og á þeim hluta nessins sem mest hefur verið raskað. Sjá nánar í fylgiskjali: HN_Minnisblað_23122022.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki framkomnar breytingar og uppfærðan uppdrátt.
Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 163 Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og samþykkir að um óverulega breytingu sé að ræða með vísan til 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og/eða umsækjandans sjálfs. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 163 Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að landeigendum Eyrar- L126030 verði heimilt að hefja vinnu við lýsingu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 163 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3.mgr. 40.gr skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.
Bókun fundar SIS víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með vísan til 2. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
SIS kemur aftur inná fundinn. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 163 Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. Byggingareglugerðar nr. 112/2011 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
2.Breytt skipan varamanns í Svæðisskipulagsnefnd
2301004
Lagt er til að Pálmar Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps taki sæti varafulltrúa Elísar Guðmundssonar í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins í stað Sigurðar Hilmars Ólafssonar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
3.Fundargerð 179. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, haldinn 7. desember 2022.
2212016
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:30.