Fara í efni

Sveitarstjórn

264. fundur 11. október 2022 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) varamaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti Þ-lista óskar eftir bókun við boðun fundar:
Athugasemdir við boðun hreppsnefndarfundar nr. 264 og skráningu mála í skjalasafn sveitarfélagsins. Með nýjum gjörningi oddvita að boða alla aðalmenn og alla varamenn á hreppsnefndarfundinn í dag 11. október hefur leitt til þess að sá varamaður sem sannarlega átti að mæta á fundinn vissi ekki að hann ætti að sitja fundinn því að fundarboðið var ekki beint sérstaklega til hans og var ekki búin að gera ráðstafanir til að sitja hann. Sú megin regla hefur verið höfð (í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum) að þeir sem eiga að sitja fundinn og taka afstöðu til mála sem liggja fyrir eru þeir einu sem eiga að fá fundarboð og gögn til yfirferðar til að geta tekið afstöðu/ákvörðun um mál, aðrir sem ekki eiga að sitja fundinn hafa ekkert með fundarboð og gögn að gera.

Oddviti A-lista óskar bókað vegna bókunar minnihluta:
Það er viðtekin hefð að oddviti þess lista sem boðar forföll kalli sjálfur til varamann. Tilgangur með því að boða alla varamenn og veita þeim aðgang að fundargátt er til að halda öllum varamönnum upplýstum og gefa þeim þar með betri tækifæri til að fylgjast með framgangi mála og þar með gera þeim auðveldara að stökkva með skömmum fyrirvara inná fund krefjist aðstæður þess. Með þessu er verið að auka gagnsæi og upplýsingagjöf.

1.Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023

2210007

Fulltrúar A-lista í hreppsnefnd Kjósarhrepps leggja áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2023 verði tekið tillit til þeirra stefnumarkmiða listans að styðja frekar við barnafjölskyldur en gert hefur verið, með gjaldfrjálsum leikskóla og auknum styrkjum til eflingar á barna- og ungmennastarfi. Gera skal ráð fyrir auknum kostnaði vegna stuðnings við eldri borgara sveitarfélagsins. Við fjárhagsáætlun verður ennfremur að gera ráð fyrir lækkun á álagningarprósentu fasteignaskatts með hliðsjón af verulegri hækkun á fasteignamati í sveitarfélaginu. Lagðar verða fram ítarlegar tillögur af hálfu listans við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, þar sem hafa verður að leiðarljósi ábyrga fjármálastjórn.

2.Minnisblöð frá Þ-Lista vegna fjárhagsáætlunar 2023

2210010

Oddviti þakkar góðar tillögur. Hreppsnefnd vísar tillögum til umfjöllunar þegar vinna við fjárhagsáætlun hefst.
Fulltrúar Þ-lista óska bókað
Athugasemd við skráningu máls nr. 2 í dagskrá hreppsnefndarfundar nr. 264, að öll málin séu undir eitt málsnúmer en um 5 aðskilin mál eru að ræða sem tilheyra undir sitthvorn málaflokkinn og málalykil og fer fram á það að hvert mál fyrir sig verði skráð rétt og að hvert málefni fái málsnúmer.
Við skráningu mála í skjalakerfi sveitarfélagsins gilda reglur nr. 85 um mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila og í 3.gr. og 4.gr þessara reglna er kveðið á um hvernig það skuli gert. Þetta er í annað sinn sem gerðar eru athugasemdir um skráningu mála.
En a.ö.l. þakka þeir fyrir góðar viðtökur á tillögum sínum.

3.Endurskoðun þjónustusamninga sveitarfélagsins

2210008

Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að yfirfara alla þjónustusamninga sveitarfélagsins með það að markmiði að ná sem bestum kjörum.

4.Íbúafundur

2210009

Hreppsnefnd leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur fljótlega eftir áramót. Undirbúningur hefst á næstu vikum og kallað verður eftir hugmyndum frá íbúum fyrir fundinn, þegar nær dregur.



5.Ráðningarsamningur skipulag- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps til staðfestingar.

2210004

Ráðningarsamningur skipulags- og byggingarfulltrúa lagður fram til staðfestingar.
Samningur lagður fram til staðfestingar.

Samningur samþykktur samhljóða.

6.Ósk um lögheimilisskráningu

2209006

Innsent erindi frá íbúum í frístundabyggð í Eyjafelli varðandi lögheimilisskráningu.
Kjósarhreppur lýsir yfir ánægju með þann vilja aðila í frístundabyggð í Eyjafelli að óska eftir lögheimilisskráningu í sveitarfélaginu. Það er hins vegar ekki á valdi sveitarfélagsins að heimila slíka skráningu. Skráning lögheimilis og aðseturs einstaklinga fer fram hjá þjóðskrá Íslands samkvæmt þeim reglum sem gilda um skráningu í Þjóðskrá sbr. lög nr. 80/2018.

7.Ályktun - Græni stígurinn

2209029

Grænn stígur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hreppsnefnd þakkar erindið og fagnar lagningu "Grænna stíga".

8.Borgað þegar hent er samráðshópur

2209013

Minnisblað frá stjórn SSH varðandi Borgað þegar hent er.
Lagt fram til kynningar.

9.Kjósarveitur - fundargerð nr 67

2210003

Fundargerð stjórnar Hitaveitu Kjósarhrepps, haldinn 3. október 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fudargerð Stjórn SSH-543

2209007

Fundargerð stjórnar SSH sem haldinn var 9. september 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Stjórn SSH - 544

2209025

Fundargerð stjórnar SSH sem haldinn var 12. september 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Stefnuráð byggðarsamlaganna - fundargerð nr. 4

2209030

Fundargerð 4. fundar Stefnuráðs byggðasamlaga, sem haldinn var 13. september 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.