Fara í efni

Sveitarstjórn

246. fundur 13. desember 2021 kl. 09:00 - 11:40 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson varaoddviti
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrá.

1.Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2022 - 2025

2110050

Niðurstaða:
Frestað

2.Erindi frá Kvenfélagi Kjósrhrepps

2112012

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita Kvenfélagi Kjósarhrepps styrk að upphæð kr. 80.000,vegna kostnaðar vegna aðalfundar Kvenfélagssambands Gullbringu- og Kjósarsýslu.

3.Vegna skólabifreiða - Tilkynning um áhrif reglugerðar um skoðun ökutækja

2112013

Skólabifreiðar

Tilkynning um áhrif reglugerðar um skoðun ökutækja

Þann 1. maí sl. tók gildi reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja, sem ætlað er að stuðla að auknu umferðaröryggi. Ákveðin atriði reglugerðarinnar koma þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2022.

Ýmis nýmæli og breytingar koma fram með reglugerðinni. Sum atriði eiga erindi við alla eigendur og umráðamenn ökutækja en jafnframt eru önnur sem snúa að tilteknum gerðum ökutækja. Með reglugerðinni eru kröfur og heimildir uppfærðar samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins.

Breytingar sem snúa sérstaklega að skólabifreiðum eru eftirfarandi:

Ný skoðunartíðni ökutækja í notkunarflokknum "skólabifreið"
Ökutæki sem skráð eru í notkunarflokkinn skólabifreið frá og með 1. janúar 2022 fá nýja skoðunartíðni. Þau ökutæki þurfa nú að fara árlega í reglubundna skoðun (skoðunartíðnin 1-1-1-1...) en áður þurfti að færa þau fyrst til skoðunar innan fjögurra ára frá skráningu, að frátöldu skráningarári, á 24 mánaða fresti næstu tvö skipti og árlega upp frá því (4-2-2-1...).

Samanber 6. grein - 1. málsgrein c-liður

Skoðunarskylda við breytingu á notkunarflokki
Ef ökutæki er fært í nýjan notkunarflokk sem hefur rýmri skoðunartíðni en sá sem ökutækið var áður í, t.d. þegar ökutæki er fært úr notkunarflokki skólabifreið í almenna notkun, þarf að færa ökutækið til skoðunar áður en breyting á notkunarflokki getur átt sér stað, þ.e. hafi það ekki þegar verið fært til skoðunar (reglubundinnar skoðunar, skráningarskoðunar, samanburðarskoðunar eða fulltrúaskoðunar) á því ári.

Samanber 6. grein - 3. málsgrein

Aðgengilega samantekt á helstu breytingum og nýmælum reglugerðarinnar má finna á sérstakri vefsíðu Samgöngustofu


Með kveðju,

Samgöngustofa
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Breytt skipulag barnaverndar

2112003

Niðurstaða:
Lagt fram

5.Stafrænt aðalskipulag

2112001

Samkvæmt skipulagslögum skal aðalskipulag unnið á stafrænu formi
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Fundargerð 903. fundar stjórnar sambandsins

2112002

Niðurstaða:
Lagt fram

7.Svæðisskipulagsnefnd - 103

2112011

Niðurstaða:
Lagt fram

8.Uppfærsla svæðisáætlana

2112006

Niðurstaða:
Lagt fram

9.Viðburða- og menningarmálanefndar - Fundargerð nr 38

2112015

Niðurstaða:
Staðfest

10.Stjórn SSH - 532 fundargerð

2112018

Niðurstaða:
Lagt fram

11.Stjórn SSH - 532 2102010 - Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - Sóknaráætlun 2020-2024

2112019

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 11:40.