Fara í efni

Sveitarstjórn

236. fundur 15. júlí 2021 kl. 15:00 - 15:50 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson varaoddviti
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Guðný G. Ívarsdóttir Nefndarmaður
Dagskrá

1.Kauptilboð í Landsspildu úr landi Valdastaða Kjósarhreppi

2107030

Oddviti kynnti tilboð sem hann lagði fyrir eigendur Valdastaða í landsspildu úr landi Valdastaða, Kjósarhreppi samkvæmt hnitsettum uppdrætti. Um er að ræða land að landamerkum við Neðri Háls að vestan og að Myllulæk að austan að þjóðvegi 48 að sunnan og upp hlíðar Reynivallaháls, um 76 hektarar en með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar Kjósarhrepps. Tilboðið hljóðaði upp á 72 milljónir króna sem greiðist við undirritun kaupsamnings.
Landeigendur Þórdís Ólafsdóttir og Ólafur Helgi Ólafsson samþykktu tilboðið.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti. Þá veitir hreppsnefnd oddvita heimild til að rita undir kaupsamning um framangreinda landsspildu og rita undir afsal f.h. sveitarfélagsins að undangengnum öllum formsatriðum varðandi nánari afmörkun landsspildunnar og frágenginni fjármögnun landakaupanna.

2.Lántaka hjá lánasjóði sveitarfélaga.

2107031

Oddviti upplýsti að Lánasjóður hefði samþykkt að veita allt að 80 milljónir króna til að fjármagna ofangreind landakaup ásamt útgjöldum við undirbúnig frekari nýtingaráætlunar landsins.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita veita oddvita umboð til að semja um lántöku f.h. Kjósarhrepps hjá Lánasjóði sveitarfélaga fjárhæð allt að 80 milljónir króna.

Fundi slitið - kl. 15:50.