Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2021-2024
2011021
Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2021-2024. Síðari umræða.
Niðurstaða:
Samþykkt2.Ráðningarbréf endurskoðun og reikningsskilaþjónusta
2012018
Niðurstaða:
Lagt framHreppsnefnd gerir athugasemd við að ekki liggi fyrir kostnaðaráætlun frá PWC fyrir uppgjör ársins 2020.
3.UMH20040040 Bréf til SSV vegna sveitarfélaga á Vesturlandi og samrit til Kjósarhrepps
2012022
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að fara í viðræður heilbrigðiseftirlit vesturlands.
4.Eftirlitsskýrsla vegna Kjósarhreppur _gámastöð í landi Meðalfells_2.12.2020
2012005
Niðurstaða:
Lagt fram5.Manntals og húsnæðistal
2012011
Niðurstaða:
Lagt fram6.3. áætlun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra grunnskólanemenda
2012017
Niðurstaða:
Lagt fram7.Röskun á vatnsbökkum
2007027
Til oddvita Kjósarhrepps - afrit sent öðrum hreppsnefndarmönnum og formanni umhverfisnefndar
Þann 4. júlí sl. beindi ég til þín og formanna skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar nokkrum spurningum um heimildir þeirra sem eiga land að Meðalfellsvatni til að eiga við (ég notaðiorðið "raska") vatnsbakkann (sjá nánar í skeytum til hreppsins 4. júlí, 1. september og 10. september, hér að neðan).
Ég vísaði til laga um náttúruvernd nr. 60/2013, þ.e. ákvæði í 62. grein um vernd bakkagróðurs: "Við vatnsnýtingu og framkvæmdir í eða við vötn skal leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins."
Ég hef síðar sent ykkur myndir þessari röskun til staðfestingar.
Eins og sjá má af þeim samskiptum sem okkur hafa farið á milli (sjá hér fyrir nefðan9 hef ég ekki fengið svör við spurningum mínum:
? Hefur sveitarfélagið heimilað framkvæmdir af þessu tagi?
Eða:
? Er það mat sveitarfélagsins að sumarbústaðaeigendur eða aðrir lóðaeigendur, sem eiga lóðir að vatninu, hafi slíkar heimildir?
Ég hef áréttað þetta erindi oftsinnis, eins og sjá má hér fyrir neðan, en vart verið virtur svars. Áréttingum mínum 24. október og aftur 5. nóvember hefur ekki verið svarað.
Þetta er skrifað til að láta vita af því að ef ég fæ ekki skjót svör frá hreppnum við þessu erindi mun ég beina því til Umverfisstofnunar.
Kveðja,
Ingvar Sigurgeirsson
Þann 4. júlí sl. beindi ég til þín og formanna skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar nokkrum spurningum um heimildir þeirra sem eiga land að Meðalfellsvatni til að eiga við (ég notaðiorðið "raska") vatnsbakkann (sjá nánar í skeytum til hreppsins 4. júlí, 1. september og 10. september, hér að neðan).
Ég vísaði til laga um náttúruvernd nr. 60/2013, þ.e. ákvæði í 62. grein um vernd bakkagróðurs: "Við vatnsnýtingu og framkvæmdir í eða við vötn skal leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins."
Ég hef síðar sent ykkur myndir þessari röskun til staðfestingar.
Eins og sjá má af þeim samskiptum sem okkur hafa farið á milli (sjá hér fyrir nefðan9 hef ég ekki fengið svör við spurningum mínum:
? Hefur sveitarfélagið heimilað framkvæmdir af þessu tagi?
Eða:
? Er það mat sveitarfélagsins að sumarbústaðaeigendur eða aðrir lóðaeigendur, sem eiga lóðir að vatninu, hafi slíkar heimildir?
Ég hef áréttað þetta erindi oftsinnis, eins og sjá má hér fyrir neðan, en vart verið virtur svars. Áréttingum mínum 24. október og aftur 5. nóvember hefur ekki verið svarað.
Þetta er skrifað til að láta vita af því að ef ég fæ ekki skjót svör frá hreppnum við þessu erindi mun ég beina því til Umverfisstofnunar.
Kveðja,
Ingvar Sigurgeirsson
Niðurstaða:
Lagt framHreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að kanna stöðuna og svara viðkomandi.
8.Afgreiðsla umsóknar um breytingu á nýtingu lóðarinnar Þúfukot 4, Nýjakot, landnr. 213977
2012019
Niðurstaða:
Lagt framMálið er í vinnslu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
9.Stafrænt ráð sveitarfélaga 2012003
2012020
Niðurstaða:
Lagt fram10.Bréf til hreppsnefndar
2010061
Niðurstaða:
Lagt framOddvita er falið að svara erindinu.
11.Frá nefndasviði Alþingis - 113. mál til umsagnar
2012012
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0114.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0114.html
Niðurstaða:
Lagt fram12.SSH Stjórn -fundargerð nr. 515
2012013
Niðurstaða:
Lagt fram13.Umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu
2012014
Niðurstaða:
Lagt fram14.Kosning í nefndir
2012023
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir að skipa Guðnýju G Ívarsdóttur sem varamann í stjórn SSH, í fulltrúaráð SSH og sem þriðja varamann í skipulags- og byggingarnefnd.
Hreppsnefnd samþykkir að skipa Þórarinn Jónsson sem varamann í heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Hreppsnefnd samþykkir að skipa Þórarinn Jónsson sem varamann í heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundi slitið - kl. 18:51.
Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru áætlaðar 361,3 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 332,1 m.kr. Þar af eru launagjöld 71,9 m.kr., annar rekstrarkostnaður 260,3 m.kr. og afskriftir 19,3 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 17,7 m.kr. og rekstrarhalli ársins í A og B hluta er áætlaður 7,8 m.kr.
Heildartekjur samstæðu A hluta eru áætlaðar 281,4 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 292,6 m.kr. Þar af eru launagjöld 63,5 m.kr., annar rekstrarkostnaður 229,1 m.kr. og afskriftir 1,9 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 0,5 m.kr. Rekstarhalli í A hluta er áætlaður 13,4 m.kr.
Tekjur sveitarsjóðs lækka yfir 8 m.kr. vegna samþykktar hreppsnefndar í ársbyrjun um að lækka fasteignagjaldsprósentuna úr 0,4, í 0,35 % . Þá er áætlað að útgjöld til fræðslumála hækki um 24 m.kr.
Fjögurra ára áætlun gerir ráð fyrir að Kjósarveitur verði reknar með afgangi af rekstri og greiðsluafgangi öll árin. Samningar um lántökur hjá Kjósarveitur gera ráð fyrir kringum 100 m.kr. lækkun skulda á áætlunartímabilinu.
Álagning útsvars verður 13,73%
Álagning fasteignaskatts verður:
A-flokkur 0,35% af fasteignamati
B-flokkur 1,32% af fasteignamati.
C-flokkur 0,35% af fasteignamati.
Sorphirðu- og sorpurðunargjald hækkar sbr. gildandi gjaldskrá um 2,5%.
Rotþróargjald hækkar sbr. gildandi gjaldskrá þar um 2,5%.
Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði fimm talsins annan hvern mánuð 1. hvers mánaðar. Í mars, maí, júlí, september og nóvember. Fyrsti gjalddagi er 1. mars.
Ef álagning er 30.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 1. mars.
Hreppsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með 4 atkvæðum, GD situr hjá.