Fara í efni

Sveitarstjórn

222. fundur 11. nóvember 2020 kl. 15:00 - 18:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrálið nr. 35. Boðun XXXV. landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga. Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá með fimm atkvæðum, KMK setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Fjárhagsáætlun 2021

2011021

Niðurstaða:
Lagt fram
Vísað til annarar umræðu.

2.Álagning gjalda 2021 - Drög

2011018

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða álagningarskrá fyrir árið 2021.
Samþykkt var að hætta almennri útsendingu á álagningarseðlum og greiðsluseðlum á pappírsformi.

3.Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps - 2021 - Drög

2011019

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá með 2,5% hækkun.

4.Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhrepps 2021- Drög

2011020

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá með 2,5% hækkun.

5.Umhverfisstefna Kjósarhrepps

2010072

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða stefnu og þakkar umhverfisnefnd fyrir vel unna stefnu.

6.Fundur Umhverfisnefndar nr. 23

2010071

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir lið nr. 4. "Umhverfisnefnd skipar Lárus Vilhjálmsson sem fulltrúa Kjósarhrepps í starfshóp, á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem á að vinna að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu."

7.Styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir

2010075

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur.

8.Skipulags- og byggingarnefnd, fundur nr. 140

2010077

Niðurstaða:
Lagt fram

9.Umsóknir um stofnun lóða - Hjalli, L126099

2010078

Umsóknir um stofnun lóða - Hjalli, L126099
Óskað er eftir stofnun þriggja lóða og breytingu stærðar á einni lóð.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða:
Samþykkt

10.Umsókn um landskipti - Blönduholt, L125911

2010079

Umsókn um landskipti - Blönduholt, L125911
Umsókn um landskipti.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða:
Samþykkt

11.Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II

2010080

Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .
Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga. Erindi var síðast á dagskrá á fundi 139.
Í uppfærðri greinargerð deiliskipulagsins hefur verið komið til móts við þær umsagnir sem bárust frá opinberum aðilum. Athugasemdir bárust frá almenningi, þar sem í megin atriðum er mótmælt frekari uppbyggingu og þéttingu sumarhúsabyggðarinnar við Meðalfellsvatn. Umrætt svæði er í Aðalskipulagi skilgreint undir frístundabyggð. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytta tillögu þar sem helgunarsvæði vegna hitaveitulagnar verði amk 6 metrar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr.
Niðurstaða:
Samþykkt

12.Umsókn um samfélagsstyrk Kjósarhrepps

2010054

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr, 500.000 og verður styrkur greiddur út
að framkvæmd lokinni.

13.Bréf til hreppsnefndar.

2010061

Niðurstaða:
Lagt fram

14.Tilkynning um kæru 104-2020, stjórnvald

2010068

Tilkynning um kæru.
Meðfylgjandi er afrit stjórnsýslukæru, móttekin 21. október 2020 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun hreppsnefndar Kjósahrepps um að samþykkja að breyta landnotkun Þúfukots 4, Nýjakot lnr. 213977 úr sumarbústaðarlóð í íbúðarhúsalóð.
Vegna framkominnar kröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og er stjórnvaldi gefið kostur á að tjá sig um kröfuna, 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að svara bréfi Magna lögmanna.

15.UMH20040040 Kjósarsvæði - skipan heilbrigðisnefnda

2011006

Niðurstaða:
Lagt fram

16.Reiðvegamál

2011007

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að greiða styrk til Hestamannafélagsins Adams til jafns við framlag Vegagerðarinnar.

17.Minnisblað - akstur við fatlaða

2011014

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að ganga frá málinu.

18.Frá nefndasviði Alþingis - 206. mál til umsagnar

2010067

Niðurstaða:
Lagt fram

19.Til umsagnar 209. mál frá nefndasviði Alþingis

2010064

Frumvarp til laga um fjarskipti (gildistaka nýrra heildarlaga um fjarskipti)
Niðurstaða:
Lagt fram

20.Virkt samráð við fatlað fólk

2011005

Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd felur félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd að skoða málið.
Fylgiskjöl:

21.Til umsagnar 25. mál frá nefndasviði Alþingis

2010062

Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris),
Niðurstaða:
Lagt fram

22.Til umsagnar 28. mál frá nefndasviði Alþingis

2010063

Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu).
Niðurstaða:
Lagt fram

23.Frá nefndasviði Alþingis - 39. mál til umsagnar

2011015

Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

24.Fundargerð 58. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

2010082

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir fjárhagsáætlun 2021 Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

25.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 507

2010053

Niðurstaða:
Lagt fram

26.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 508

2010058

Niðurstaða:
Lagt fram

27.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 509

2010065

Niðurstaða:
Lagt fram

28.Fundargerð 889. fundar stjórnar sambandsins

2010074

Niðurstaða:
Lagt fram

29.Fundargerð 890. fundar stjórnar sambandsins

2011002

Niðurstaða:
Lagt fram

30.Svæðisskipulagsnefnd fundargerð 96. málsnr. 2003003

2011013

Niðurstaða:
Lagt fram

31.Svæðisskipulagsnefnd fundargerð 95. málsnr. 2003003

2011012

Niðurstaða:
Lagt fram

32.Svæðisskipulagsnefnd fundargerð 94. málsnr. 2003003

2011011

Niðurstaða:
Lagt fram

33.Stytting vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, erindi til sveitarstjórnar

2011003

Niðurstaða:
Lagt fram

34.1906002 - Sóknaráætlun - samræming úrgangsflokkunar - verðfyrirspurn

2010066

Niðurstaða:
Lagt fram

35.Boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

2010050

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:00.