Fara í efni

Sveitarstjórn

221. fundur 21. október 2020 kl. 15:00 - 18:30 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrálið nr. 9. starfsmannamál og nr. 10. Eyrarkot - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi nr. 2010006 og aðrir dagskrárliðir færast niður. Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá með fimm atkvæðum, KMK setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Viðaukaáætlun Kjósarhrepps 2020

2010017

Seinni umræða viðaukaáætlunar Kjósarhrepps vegna 2020
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða viðaukaáætlun 2020.

2.Erindi frá DAP ehf - V. Breytingar á skráningu Þúfukots 4 (Nýjakot) landnr. 213977

3.Erindi Magna lögmanna dags. 5. október 2020 vegna Þúfukots 4, Nýjakots.

2010048

Niðurstaða:
Samþykkt
Bókun hreppsnefndar
Þann 8. október 2019 samþykkir sveitarstjórn breytta landnotkun lóðarinnar Þúfukots 4 Nýjakots úr sumarbústaðalóð í íbúðarhúsalóð að uppfylltum skilyrðum, hnitsettan uppdrátt af spildunni og að fyrir lægi staðfesting byggingarfulltrúa á að hús það sem stendur á spildunni uppfylli skilyrði laga og reglugerðar til að verða samþykkt sem íbúðarhúsnæði.
Fyrir liggur staðfesting byggingarfulltrúa Kjósarhrepps dags. 18. ágúst 2020 sem um afgreiðslu hans á málinu þar sem segir:
„Í samræmi við 10.1.2 gr og 12.1.2 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012, staðfestist hér með, að hús það (F2310159) sem stendur á umræddri lóð, uppfyllir skilyrði til að verða samþykkt sem íbúðarhúsnæði í öllum megin atriðum. Athygli er samt sem áður vakin á að einangrunargildi hússins er skv. eldri reglugerð og uppfyllir því ekki að öllu leiti kröfur dagsins í dag. Leitast skal við að koma til móts við þær kröfur við endurbætur og viðhald hússins.“
Skipulags- og byggingarfulltrúi annaðist breytta skráningu hússins og spildunnar í fasteignaskrá Þjóðskrár í íbúðarhús og íbúðarhúsalóð.
Eins og rakið hefur verið hefur sveitarstjórn ekki komið að afgreiðslu þessa máls frá 8. október 2019 og afgreiðsla þess frá þeim tíma verið á forræði skipulags- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps.

Hreppsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að að veita umbeðnar upplýsingar og gögn.

4.Málefni Þúfukots, landnr. 126494, Kjósahreppi. Tilkynning um vanhæfi sveitarstjórnarmanns til meðferðar máls.

2010026

Niðurstaða:
Lagt fram
Erindi áður tekið fyrir á fundi hreppsnefndar nr. 220 þann 7. október 2020

5.Málsmeðferð vegna tilkynningar um vanhæfi oddvita.

2010049

Niðurstaða:
Lagt fram
Lagt fram minnisblað lögmanns Kjósarhrepps og hreppsnefnd felur oddvita að senda minnisblaðið til lögmanns DAP ehf.

6.Fundargerð Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd nr. 15

2010047

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir
lið 2 Akstur í Félagsmiðstöðina Flógyn Kjalarnesi í tilraunaskyni til áramóta.
lið 3 Fyrri hluti. Semja um aksturstyrk frá og með 1. október 2020.
lið 3 Seinni hluti. Leitað verði lögfræðisálits vegna kröfunnar og kanna hlutdeild Mosfellsbæjar að málinu.
lið 4

7.Reglur vegna leiksóladvalar utan lögheimilissveitarfélags

2010046

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur

8.Reglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags

2010038

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur

9.Starfsmannamál

2010059

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir tillögu oddvita um að semja við skipulags- og byggingarfulltrúa um hækkað starfshlutfall frá og með 1. nóvember 2020

10.Eyrarkot - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi.

2010006

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi leiðréttingu á: Eftirfarandi breyting er þar sem stóð 3. mgr. 40. gr skal standa 1. mgr. 30.gr.

Eyrarkot - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi. 2010006
Lögð fram skipulagslýsing 22.09.2020 á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 á landnotkun í landi Eyrarkots.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að Hreppsnefnd láti auglýsa skipulagslýsinguna skv. 1. mgr. 30.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 14. mál til umsagnar

2010041

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Málinu vísað til félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 15. mál til umsagnar

2010042

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Málinu vísað til félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar.

13.Til umsagnar 21. mál frá nefndasviði Alþingis

2010043

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga
um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

14.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 506

2010023

Niðurstaða:
Lagt fram

15.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 505

2010022

Niðurstaða:
Lagt fram

16.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 504

2010021

Niðurstaða:
Lagt fram

17.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 503

2010020

Niðurstaða:
Lagt fram

18.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 502

2010019

Niðurstaða:
Lagt fram

19.Vegna útreiknings framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

2010028

Niðurstaða:
Lagt fram

20.Svar við erindi til Jöfnunarsjóðs

2010030

Niðurstaða:
Lagt fram

21.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

2010029

Niðurstaða:
Lagt fram

22.Frá nefndasviði Alþingis - 11. mál til umsagnar

2010033

Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).
Niðurstaða:
Lagt fram

23.Frestur til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna.

Fundi slitið - kl. 18:30.