Fara í efni

Sveitarstjórn

220. fundur 07. október 2020 kl. 15:00 - 19:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024

2009068

Niðurstaða:
Lagt fram

2.Viðaukaáætlun Kjósarhrepps 2020

2010017

Niðurstaða:
Lagt fram
Lagt fram til fyrstu umræðu.

3.Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2021-2024 - drög að áætlun skatttekna

2009069

Niðurstaða:
Lagt fram

4.Innri persónuverndarstefna

2005070

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir innri persónuverndarstefnu Kjósarhrepps

5.Upplýsingaöryggisstefna

2005071

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir upplýsingaöryggisstefnu Kjósarhrepps

6.Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, fræðsla til starfsmanna

2005073

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

7.Persónuverndaryfirlýsing Kjósahrepps

2007003

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir persónuverndaryfirlýsingu Kjósahrepps

8.Þagnarskyldu- og trúnaðaryfirlýsing

2005072

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir þagnarskyldu- og trúnaðaryfirlýsingu Kjósarhrepps

9.Veðurstöð í Tíðarskarði

2009035

Fulltrúar Kjósarhrepps hafa óskað eftir því við Vegagerðina að sett verði upp veðurstöð við Tíðaskarð í Hvalfirði en á þessum stað gera oft varasöm veður sem geta skapað hættu fyrir íbúa hreppsins sem og vegfarendur.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að standa að uppsetningu á veðurstöð við Rauðhamra í Melahverfi í samvinnu við Vegagerðina, enda mikið öryggisatriði fyrir íbúa Kjósarhrepps og ekki síst öryggis skólaaksturs.

10.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - Fundargerð nr. 9

2009042

Niðurstaða:
Lagt fram

11.Búfjárhald - erindi til hreppsnefndar

2002028

Heiðraða Hreppsnefnd.

Óska eftir að eftir farandi erindi verði tekið til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu í Hreppsnefnd Kjósarhrepps:

Ég undirritaður, Finnur Pétursson, f.h. Káraness ehf, óska eftir því að Hreppsnefnd Kjósarhrepps banni lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu í samræmi við 7. og 8. málslið 3. gr. Laga um búfjárhald nr. 38, og/eða 5. gr sömu laga.
Niðurstaða:
Frestað
Hreppsnefnd ræddi umsagnir frá aðilum máls í lið nr. 12 og 13, hreppsnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu máls eftir töluverðar umræður, ljóst er að málið þarfnast frekari skoðunar.

12.Umsögn um mál varðandi lausagöngu búfjár

2010001

Niðurstaða:
Lagt fram

13.Umsögn um mál varðandi lausagöngu búfjár

2009060

Niðurstaða:
Lagt fram
Karl Magnús Kristjánsson oddviti yfirgefur fundinn af persónulegum ástæðum, Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti tekur við fundarstjórn.

14.Starfshópur, girðingar umbætur og hagræðing.

2009071

Efni: Girðingar á vegum opinberra aðila.
Skipaður hefur verið starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og hvernig þetta samstarf verði best unnið á svæðisvísu.
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að aðstoða við upplýsingaöflun

15.Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .

2010003

Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II.
Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytta tillögu þar sem helgunarsvæði vegna hitaveitulagnar verði amk 6 metrar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr.
Niðurstaða:
Samþykkt

16.Breyting á deiliskipulagi Háls.

2010004

Breyting á deiliskipulagi Háls.
Deiliskipulagsbreytingin felur annarsvegar í sér breytingar á lóðarmörkum þriggja lóða. Breytingar eru gerðar á lóðamörkum lóða nr. 7, 11 og 13. Deiliskipulagsbreytingin felur einnig í sér að byggingarreitum á lóð númer 9 við Hálsenda fjölgar frá einum í tvo. Þar með verður heimilt að reisa tvö frístundahús á lóðinni. Engar breytingar eru gerðar á öðrum skipulags- og byggingarskilmálum.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna í samræmi við
3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga.
Niðurstaða:
Samþykkt

17.Umsókn um stofnun landsspildna - Bær, L125953

2010005

Umsókn um stofnun landsspildna - Bær, L125953
Umsókn um stofnun 8 landsspildna úr jörðinni Bær.

Afgreiðsla: Samþykkt.
Niðurstaða:
Samþykkt

18.Eyrarkot - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi.

2010006

Eyrarkot - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi.
Lögð fram skipulagslýsing 22.09.2020 á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 á landnotkun í landi Eyrarkots.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að Hreppsnefnd láti auglýsa skipulagslýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
Niðurstaða:
Samþykkt

19.Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur - Beiðni um undanþágu.

2010007

Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur - Beiðni um undanþágu.
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps 24. ágúst 2020 til Umhverfisráðuneytisins, þar sem óskað er eftir undanþágu frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægð byggingarreits frá sjó. Í samræmi við 12. mgr. 45 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar ráðuneytið eftir umsögn Skipulagsstofnunar og Kjósarhrepps um beiðnina og að hún berist eigi síðar en 29. september nk.

Afgreiðsla: Nefndin er meðvituð um að byggingarreitur og athafnasvæði fyrirhugaðra framkvæmda í Hvammsvík eru innan 50 metra frá sjávarmáli. Undanþágu er því þörf frá umhverfisráðuneytinu. Því er bréf skipulagsfulltrúa í samræmi við ákvörðun nefndarinnar og deiliskipulagstillögunnar. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að afgreiða erindið með jákvæðum hætti.
Niðurstaða:
Samþykkt

20.Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarmála

2010015

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá skipulags- og byggingarmála og felur oddvita að auglýsa gjaldskrá í B deild stjórnartíðinda.

21.Skipulags- og byggingarnefnd, Fundargerð nr. 139

2010016

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir byggingarhluta

22.Gjaldskrá - Endurvinnsluplan Kjósarhrepps

2010024

Viðbót við dagskrá- óskað eftir samþykki hreppsnefndar við þessari viðbót í dagskrá við settningu fundar á morgun.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og felur oddvita að auglýsa í B deild stjórnartíðinda

23.Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga

2009009

Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga frá umboðsmanni barna.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Vísað til félagsmálanefndar

24.Erindi frá DAP ehf - V. Breytingar á skráningu Þúfukots 4 (Nýjakot) landnr. 213977

2010018

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur oddvita að fela lögmanni Kjósarhrepps að skoða málið.

25.Málefni Þúfukots, landnr. 126494, Kjósahreppi. Tilkynning um vanhæfi sveitarstjórnarmanns til meðferðar máls.

2010026

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur varaoddvita að fela lögmanni Kjósarhrepps að skoða málið.

26.Áskorun - félag íslenskra handverksbrugghúsa

2009034

Niðurstaða:
Lagt fram

27.Fundargerð 57. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

2009051

Niðurstaða:
Lagt fram

28.Fundur stýrihóps um ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes

2009041

Niðurstaða:
Lagt fram

29.Fundargerð 886. fundar stjórnar sambandsins

2009007

Niðurstaða:
Lagt fram

30.SSH Stjórn -fundargerð nr. 501

2009039

Niðurstaða:
Lagt fram

31.Fundargerð 24. eigendafundar Strætó bs.

2009050

Niðurstaða:
Lagt fram

32.Fundargerð 25. eigendafundar Sorpu bs.

2009049

Niðurstaða:
Lagt fram

33.Fundargerð 887. fundar stjórnar sambandsins

2009070

Niðurstaða:
Lagt fram

34.Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020

2009037

Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020
Niðurstaða:
Lagt fram

35.Uppfært- Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi

2009055

Niðurstaða:
Lagt fram

36.REGLUGERÐ Nr. 957_2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

2010014

Niðurstaða:
Lagt fram

37.Önnur mál

2001004

Engin önnur mál á dagskrá.

Fundi slitið - kl. 19:15.