Fara í efni

Sveitarstjórn

214. fundur 05. maí 2020 kl. 15:00 - 16:30 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Deiliskipulag fyrir Þúfu - Skipulagslýsing.

2005010

Skipulagslýsingu vegna vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 á um 5 ha svæði á landi Þúfu, hefur hlotið lögformlegt auglýsingarferli í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fram komu umsagnir frá Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun og frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ein athugasemd barst frá almenningi.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna umsagnirnar fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í deiliskipulagsvinnunni sem framundan er.
Niðurstaða:
Samþykkt

2.Eyjar 1 - fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu og breytta landnotkun.

2005001

Fyrirspurn vegna Eyjatún 27 um möguleika á að breyta áður fyrirhugaðri frístundabyggð í landbúnaðarland.

Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda.
Niðurstaða:
Lagt fram

3.Deiliskipulag Flekkudalur

1911005

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Umhverfisstofnun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerir ekki athugasemdir, en bendir á nauðsin þess að í því sé kveðið á um vatnsöflun, aðkomu og flóttaleiða, ásamt vatnsverndun. Vegagerðin gerði ekki athugasemdir. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Skipulagsfulltrúi kom athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin hefur farið yfir framkomnar umsagnir og telur að bregðast þurfi við þeim. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja því eftir.
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Breyting á aðalskipulagi í landi Möðruvalla 1, Brekkur.

2003031

Framhald á máli sem var frestað á fundi hreppsnefndar nr. 212

Lögð fram breyting á aðalskipulagi á svæði F15c, dags. 14.01.2019. Afgreiðsla: Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
Niðurstaða:
Samþykkt

5.Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.

2002057

Auglýst hefur verið tillaga frá Landmótun að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000. Fram komu umsagnir frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Engar athugasemdir hafa borist frá almenningi, en frestur til að gera athugasemdir rennur út 30. apríl 2020.
Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mikilvægt sé að að skilgreina það sem segir í greinargerð aðalskipulags Kjósarhrepps; þ.e. hvað sé átt við með orðalaginu ?til eigin nota? og hver skilningur sveitarstjórnar sé á orðalaginu ?minniháttar efnistaka?.

Afgreiðsla: Nefndin hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Það er skilningur nefndarinnar að ?til eigin nota? sé átt við efnistöku til notkunar í landinu sem um ræðir og sé ekki til sölu. ?Minniháttar efnistaka? er átt við allt að 1.000 m³ og allt að 1ha. Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða:
Samþykkt

6.Skipulags- og byggingarnefnd - Fundargerð nr. 133

2004035

Niðurstaða:
Samþykkt
Regína víkur af fundi.

7.1.Lækjarbraut 2, L195244

2005009

Lækjarbraut 2, L195244 ? Sótt er um að byggja 200 m² skemmu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nýtingarhlutfall á lóð verður samtals 0,019. Byggingaráformin voru samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar. Niðurstaða grenndarkynningar lögð fram.

Afgreiðsla:
Lóðin er á svæði sem skilgreint er íbúðasvæði ÍB3 samkvæmt aðalskipulagi.
Tvær athugasemdir bárust í kjölfar grenndarkynningar. Nefndin telur innkomnar athugasemdir ekki gefa tilefni til synjunar. Erindið er samþykkt, samræmist aðalskipulagi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Regína kemur inn á fund

8.Skipulags- og byggingarnefnd, fundur nr. 134

2005002

Niðurstaða:
Samþykkt

9.Erindi v. umsóknar um rekstrarleyfi

2003033

Mál áður á dagskrá hreppsnefndar fundi nr. 213
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd felur oddvita að ganga frá málinu samkvæmt umræðum á fundinum.

10.Fundargerð 881. fundar stjórnar sambandsins

2004033

Niðurstaða:
Lagt fram

11.SSH Stjórn-fundargerð nr. 484

2003011

Niðurstaða:
Lagt fram

12.SSH Stjórn -fundargerðir nr. 485 - 493

2004005

SSH-Stjórn - Fundargerðir nr. 485-493
Niðurstaða:
Lagt fram

13.SSH Stjórn -fundargerð nr. 494

2004026

Niðurstaða:
Lagt fram

14.SSH Stjórn -fundargerð nr. 495

2004034

Niðurstaða:
Lagt fram

15.Fundargerð 882. fundar stjórnar sambandsins

2005003

Niðurstaða:
Lagt fram

16.Til umsagnar 715. mál frá nefndarsviði Alþingis

2004032

Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

17.Minnisbalð - SSH vegna covid

2004021

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 16:30.