Fara í efni

Sveitarstjórn

213. fundur 26. apríl 2020 kl. 10:00 - 13:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Vegtenging að Harðbala Flóðatanga

2004008

Ágæta hreppsnefnd.

Við hjónin, eigendur sumarhúss að Harðbala / Flóðatanga, skorum hér með á hreppsnefnd Kjósarhrepps að gera gangskör að því að finna lausn á vegtengingu við sumarhúsið okkar.

Við höfum nú keypt lóðina af hreppnum á fullu verði og núverandi tenging hamlar mjög notum okkar af sumarhúsinu.

Við höfum nú í yfir 10 ár rætt þettta mál við sitjandi hreppsstjóra hverju sinni, án árangurs.

Við höfum fullan skilning á þeim erfiðleikum sem hreppurinn stendur frammi fyrir og höfum fulla samúð með því.

Með kveðju.
Lilja Guðlaugsdóttir

Hjörtur Gunnarsson
Niðurstaða:
Samþykkt
Oddvita falið að skoða hvort hægt er að koma til móts við eigendur Flóðatanga varðandi vegtengingu.

2.Endurskoðun Fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 733_2012

2004007

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir ekki athugasemdir við tillögu að fjallskilasamþykkt fyrir landnám Ingólf Arnarssonar.

3.Tengiliðaupplýsingar vegna veghalds

2004004

Sveitarfélagið er ekki veghaldari í Kjósarhreppi.

4.Afrit erindis Mosfellsbæjar til umhvefis- og auðlindaráðuneytis sent Kjósahreppi og Seltjarnarnesbæ.

2004003

Niðurstaða:
Lagt fram
Oddvita falið að undirbúa tillögu á breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits fyrir Kjósarhrepp.

5.Skógræktin erindi

2003019

Niðurstaða:
Samþykkt
Erindi Skógræktarinnar um bændaskóga lagt fram. Oddvita falið að ræða við Skógræktina um endurskoðun á samningnum.

6.Kortlagning beitilanda sauðfjár

2003013

Niðurstaða:
Erindi svarað
Hreppsnefnd gerir athugasemd við fyrirliggjandi drög að skráningu.
Samkvæmt samningi við Vegagerðina er allt land neðan þjóðvegar verndað fyrir sauðfjárbeit.

7.Fyrirspurn til hreppsnefndar

2004012

Sæl veri þið mig langar að gera fyrirspurn til hreppsnefndarinnar um hvort útihúsin á Möðruvöllum 1 sem er í eigu hreppsins séu til sölu og ef svo er hvert er hugsanlegt verð á þeim

Kv Kristján
Niðurstaða:
Erindi svarað
Hreppsnefnd hefur engar áætlanir um sölu útihúsanna á Möðruvöllum.

8.Fasteignagjöld 2020

2003022

Framhald á máli sem var tekið fyrir á fundi hreppsnefndar nr.212

Hreppsnefnd Kjósarhrepps.

Takk fyrir svarið. Eftir þessar upplýsingar varðandi sorphirðugjöld stendur ein spurning eftir hjá okkur.
Af hverju þessi munur á álagningu á A og C eignir?

Það er semsagt skoðun allra hreppsnefndarmanna að það eigi að leggja hærra gjald á fasteignir í C flokki.

Við vitum að það er heimild til að gera þetta, en ekki skylda. Við vitum einnig að þetta er svona í flestum sveitarfélögum.
Það sem okkur fynnst sérstakt að í þessu litla samfélgi sé verið að mismuna atvinnugreinum eftir því hvort starfsemin er í A eða C fasteign.
Í okkar augum snýst þetta ekki um krónur heldur um að allir séu jafnir.

F.h. Ferðaþjónustunar Hjalla ehf,

Bestu kveðjur
Hermann og Birna
Niðurstaða:
Erindi svarað
Sveitarfélög gera almennt ráð fyrir að það sé mismunur á sorphirðu A og C eigna.

9.Aðgerðir hreppsnefndar Kjósarhrepps vegna COVID-19

2004017

Tillaga að aðgerðum til viðspyrnu og mótvægis fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu á tímum COVID-19.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir aðgerðir samkvæmt minnisblaði hér að neðan vegna COVID-19.

Minnisblað vegna Covid-19
Tillaga að aðgerðum til viðspyrnu og mótvægis fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu á tímum COVID-19.

1.
Fasteignagjöld: Nær til allra fasteignaeiganda.

Úrræði. Dreifa fasteignagjöldum á hvern mánuð í stað annan hvern til að létta á greiðslubyrgði, dreifist á sjö mánuði í stað fjögurra.

2.
Lækkun á álagningahlutfalli fasteigna í A-hluta og C-hluta.

Úrræði. Að lækka álagningahlutfall úr 0,40 í 0,35. Áætlað að þessi aðgerð lækki fasteignagjöld til sveitarfélagsins allt að 10 millj. kr.

3.
Aksturstyrkir eru greiddir út til foreldra/forráðamanna fyrir að keyra í félagsmiðstöðina Flógyn samkvæmt úthlutunarreglum Kjósarhrepps.

Úrræði. Greiddur verður út styrkur til foreldra/forráðamanna óháð fjölda skipta í félagsmiðstöðina Flógyn á vorönn, skilyrði fyrir styrk er að hafa sótt félagsmiðstöðina að einhverju leiti áður en lokun varð vegna Covid-19.

4.
Akstursstyrkir til ungmenna í framhaldsskóla eru greiddir út samkvæmt úthlutunarreglum Kjósarhrepps á vorönn til þeirra sem stundað hafa framhaldsskóla og skila staðfestingu frá skólanum.

Úrræði. Allir sem hafa stundað námið sitt og skila inn staðfestingu frá skólastjórnendum fá greiddan fullan styrk þó fjarkennsla hafi verið frá því að gripið var til úrræða hjá skólum vegna Covid-19.

5.
Unglingavinna í Kjósarhreppi verður með óbreyttu sniði að öllu óbreyttu og verður auglýst á síðu sveitarfélagsins.

6.
Fyrir ungt fólk á aldrinum 17-21 árs, verður kannað með vinnuúrræði.

7.
Aldraðir.

Úrræði: Kanna skal meðal aldraðra hvort áhugi sé að fá þjónustu sjúkraþjálfara heim.

8.
Framkvæmdir fyrir sveitarfélagið. Endurbætur á Ásgarði og bílaplani, og Félagsgarði samkvæmt úttekt sem gerð var á eignum sveitarfélagsins í byrjun árs 2020.

10.Erindi v. umsóknar um rekstrarleyfi

2003033

Framhald á máli sem var tekið fyrir á fundi hreppsnefndar nr.212
Gögn lögð fram.
Niðurstaða:
Lagt fram
Oddvita er falið að ræða við aðila máls.

11.Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga

2004018

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Til umsagnar 643. mál frá nefndasviði Alþingis

2004019

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/1094.html
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd Kjósarhrepps styður tillögu til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021 - 2025.
Guðný G. Ívarsdóttir víkur af fundi.

13.Leiga húsnæðis árið 2020

2004022

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að taka á leigu húsnæði til félagslegraúrræða.

14.Stýrihópsfundur - Ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes - Fjarfundur miðvikudaginn 15. apríl

2004010

Niðurstaða:
Lagt fram

15.Stýrihópsfundur - Ferðaleið um Hvalfjörð og Akranes - Fjarfundur þriðjudaginn 31. mars

2004009

Niðurstaða:
Lagt fram

16.Fundargerð 51. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

2004011

Niðurstaða:
Lagt fram

17.Umhverfisnefnd. Fundur nr. 19

2004016

Niðurstaða:
Lagt fram

18.Minnisbalð - SSH vegna covid

2004021

Niðurstaða:
Lagt fram

19.Erindi frá rekstraraðila Félagsgarðs

2004023

Þann 16.3.2020 kom erindi frá Einari Tönsberg til skrifstofu Kjósarhrepps varðandi hrun í viðskiptum við Félagsgarð vegna Covid19 faraldursins.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að fella niður leigu samkvæmt samningi frá febrúar út maí og staðan endurmetin eftir þörfum.

Fundi slitið - kl. 13:15.