Fara í efni

Sveitarstjórn

212. fundur 31. mars 2020 kl. 16:00 - 19:05 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

2003020

Drög að aðgerðaráætlunum Kjósarhrepps og dótturfyrirtækja varðandi innheimtu vegna áhrifa COVID-19 á fjármál fyritækja og heimila.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að hafa til hliðsjónar þær leiðbeiningar sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram og uppfærast reglulega.

2.Fundargerð nr. 132. Skipulags- og byggingarnefnd

2003025

Byggingarmál: Samþykkt

3.Deiliskipulag fyrir Þúfu - Skipulagslýsing.

2003026

Skipulagslýsing vegna vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 á landi Þúfu. Svæðið er 5 ha og fyrirhugað er að reisa þar 10 smáhýsi og veitingahús með samtengdu gróðurhúsi. Smáhýsin munu samtals hafa svefnpláss fyrir allt að 50 manns í samræmi við forsendur í aðalskipulagi.

Afgreiðsla Nefndin leggur til að Hreppsnefnd láti auglýsa skipulagslýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að láta auglýsa skipulagslýsinguna.

4.Verklagsregla vegna undaþáguákvæðis bls. 11 í aðalskipulagi Kjósarsvæðis um nýtingarhlutfall lóða á frístundasvæðum.

2003027

Afgreiðsla: Verklagsregla sem samþykkt var í Hreppsnefnd þann 10. mars 2020 lögð fram.
Niðurstaða:
Lagt fram

5.Melbær í landi Miðdals, L126372

2002060

Ósk um breytta skráningu á sumarhúsalóð (L126372) úr landi Miðdals, þ.e. breyta skráningunni í íbúðarhúsalóð sem fær heitið Melbær, skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Staðbundið hættumat frá Veðurstofu Íslands liggur fyrir.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki breytinguna.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir breytta skráningu lóðarinnar.

6.Eilífsdalur 3, 126025

2003028

Fyrirspurn um að breyta sumarhúsi í íbúðarhús og að byggja 35 m² bílgeymslu austan við húsið. Er í aðalskipulagi skráð á svæði fyrir íbúabyggð, ÍB4.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.
Niðurstaða:
Lagt fram

7.Eyrarkot - Fyrirspurn um tillögu að nýju deiliskipulagi.

2003029

Fyrirspurn um tillögu að nýju deiliskipulagi. Deiliskipulagstillagan myndi kalla á breytingu aðalskipulags.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Eyrarkot, Hamrar - Umsókn um stofnun lóðar.

2003030

Umsókn um stofnun lóðar innan fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir svæðið sbr. lið 5.

Afgreiðsla: Frestað.
Niðurstaða:
Lagt fram

9.Breyting á aðalskipulagi í landi Möðruvalla 1, Brekkur.

2003031

Lögð fram breyting á aðalskipulagi á svæði F15c, dags. 14.01.2019.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
Niðurstaða:
Frestað
Hreppsnefnd óskar eftir nákvæmari upplýsingum um fyrri afgreiðslur.

10.Sveitarstjórnir fá frest til að skila ársreikningum

2003023

Öllum sveitarstjórnum er nú heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019, sem fela í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:
1.Um að ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmda­stjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð, og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár.
2.Um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
3.Um að senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.
Niðurstaða:
Lagt fram

11.Bæjarstjórn Mosfellsbæjar vill draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits.

2003024

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Úrskurður í máli nefndarinnar nr. 1152019. v. Þúfukots 4. Nýjakots

2003035

Fyrir var tekið mál nr. 115/2019, kæra á ákvörðun hreppsnefndar Kjósarhrepps frá 8. október 2019 um að samþykkja að breyta notkun lóðarinnar Þúfukots 4 Nýjakots, úr sumarhúsalóð í lóð undir íbúðarhús.
Niðurstaða:
Lagt fram
Lögð er fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2019 Þúfukot
https://uua.is/urleits/115-2019-thufukot-2/
Þar sem kemur fram að kærumálinu er vísað frá.

13.Erindi ti hreppsnefndar

2003034

Erindið varðar ósk um frestun á þeim gjöldum sem einkafélag mitt og eiginkona mín erum krafin um. Einkafélag mitt Gamlibær ehf er með enga starfssemi í Kjósarhreppi. Aðeins einn bústaður er fullgerður og í daglegri notkun, tengdur vatni, hitaveitu og rafmagni en aðrar eignir félagsins og eiginkonu minnar eru óupphitaðir skúrar, ótengdir vatni og hafa staðið auðir og ónotaðir í áratug.
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur oddvita að ræða við viðkomandi.

14.Erindi v. umsóknar um rekstrarleyfi

2003033

Til hreppsnefndar Kjósahrepps
Varðandi umsóknar minnar fyrir hönd Sólholts ehf. um rekstrarleyfi vegna gistingar að Sólvöllum 1 og 2 Holtavegi 2 Kjósahrepp Fastanúmer: 232 1460
Eignin var kynnt sem lítið ferðaþjónustu fyrirtæki, þar sem öll leyfi væru til staðar. Samt sem áður bað ég um að fá að sjá leyfisbréf þáverandi eiganda, áður en ég gerði kauptilboð og fékk sent í gegnum fasteignasöluna leyfið hans, (23. október 2019) sem hafði verið endurnýjað 16. janúar 2019 og var ótímabundið. Það að hann hafði fengið endurnýjað leyfið ótímabundið fyrir aðeins nokkrum mánuðum sannfæði mig um að mér væri óhætt að kaupa af honum. Með í kaupunum fylgdi nánast allt sem tilheirði rekstinum ásamt aðgang að bókunarsíðum og þó nokkrum bókunum fram í sumarið.
Mér var illa brugðið þegar ég hahði samband skrifstofu Kjósahrepps til að biðja um teikningar v/ rekstraleyfisumsóknar og Karl sveitastjóri tjáði mér að reglum sveitafélagsins hefði verið breytt í nóvember 2018 og óvíst um að ég gæti fengið leyfið.
Mér finnst alveg fráleitt að XXXXX skyldi fá sitt leyfi endurnýjað (meira að segja ótímamundið) EFTIR AÐ REGLUNUM HAFÐI VERIÐ BREYTT, (sem hann notaði til að sannfæra mig um kaupin) og að mér verði hinsvegar synjað um rekstrarleyfi.
Ég stofnaði einkahlutafélagið í byrjun árs 2019 og ekki búið að vera auðvelt hjá mér síðan, t.d. vegna gjaldþrots Wow air o.fl. Ég skuldsetti svo bæði sjálfa mig og félagið mjög mikið með kaupunum á þessu fyrirtæki og það myndi fara hrikalega illa með mig, ef sveitafélagið myndi synja mér um leyfið.
Ég er með núna 3. mánaða bráðabirgðarleyfi frá sýslumanni. Von mín er að sveitafélag Kjósahrepps muni á þessum seinustu og verstu tímum standa við bakið á ferðaþjónustunni eins og flest önnur sveitafélög ásamt Ríkinu eru að gera
Með innilegum vonum um að það muni finnast lausn á þessum málum
Fh. Sólholts ehf.
Sigrún Birna Kristjánsdóttir
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur oddvita að afla þeirra gagna sem tilgreind eru í erindinu

15.Ástandsmat á Ásgarði og Félagsgarði

2003004

Kjósarhreppur lét gera mat á ástandi Ásgarðs og Félagsgarðs. Niðurstöður lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða:
Lagt fram

16.Fasteignagjöld 2020

2003022

Erindi til hreppsnefndar varðandi sorphirðugjöld.
Góðan daginn,
Ágæta hreppsnefnarfólk,
Meðfylgjandi eru samskipti okkar við oddvita vegna sorpgjalda 2020. Viljum við upplýsa ykkur um fyrirspurn okkar, ásamt nokkrum spurningum til viðbótar.
1.Fynnst kjörnum fulltrúum eðlilegt að hækka gjöld um 92% á milli ára?
2.Er eðlilegt að greitt sé tvöfalt sorpgjald á sömu kennnitölu? Í Kaffi Kjós er sorp ekki sótt, við sjáum sjálf um að koma því á gámaplan (allt flokkað).
3.Samkvæmt svari oddvita var samþykkt sorpgjald kr. 33,000 á almennan rekstur fyrir 2020. Hvað er almennur rekstur ?
4.Er álagningarskrá fasteignagjalda og sorpgjalda opinbert plagg ? og hægt að fá að skoða þessa skrá?
5.Er eðlilegt að borga sorpgjald af skráðum lóðum ef sami aðili er skráður eigandi af jörð og lóð t.d. Hjalla og Hjallabarð.?

Það er oft á hátíðarstundum talað um að styrkja atvinnuvegi út á landsbyggðinni , til að fjölga atvinnutækifærum og gera þau fjölbreyttari.

Það virðist þó ekki vera raunin , við erum með rekstur sem er aðeins opinn hluta úr ári, en álögur er síst minni en á rekstur sem stundaður er allt árið um kring.

Með ósk um skriflegt svar,
f.h. Ferðaþjónustunnar Hjalla ehf
Hermann Ingólfsson
Birna Einarsdóttir.
Niðurstaða:
Erindi svarað
1.Fynnst kjörnum fulltrúum eðlilegt að hækka gjöld um 92% á milli ára?
Svar: Sorpgjald á almennan rekstur var samþykkt 33.000 kr. árið 2020 af hreppsnefnd. Þannig falla ofangreindar rekstrareiningar undir þetta gjald. Sorpgjald af íbúðarhúsi á Hjalla er samkvæmt samþykktri gjaldskrá 38.343 kr.

2.Er eðlilegt að greitt sé tvöfalt sorpgjald á sömu kennnitölu? Í Kaffi Kjós er sorp ekki sótt, við sjáum sjálf um að koma því á gámaplan (allt flokkað).
Svar: Gjöld eru lögð á hvert fastanúmer ekki kennitölur. Álögð gjöld eru til rekstrar á gámaplaninu, starfsmanni og urðunar á sorpinu sem kemur þangað.

3.Samkvæmt svari oddvita var samþykkt sorpgjald kr. 33,000 á almennan rekstur fyrir 2020. Hvað er almennur rekstur ?
Svar: Eignir sem flokkast undir C-hluta samkvæmt 3.gr. laga um fasteignaskatt 4/1995.

4.Er álagningarskrá fasteignagjalda og sorpgjalda opinbert plagg ? og hægt að fá að skoða þessa skrá?
Svar. Álagningaskráin er ekki opinbert plagg.

5.Er eðlilegt að borga sorpgjald af skráðum lóðum ef sami aðili er skráður eigandi af jörð og lóð t.d. Hjalla og Hjallabarð.?
Svar: Þegar lóðir eru stofnaðar leggst á þær grunngjald sorps.

17.Erindi. Íbúðahúsalóð

2003036

Sæl verið þið hreppsnefndafólk,
Þannig er að við Guðmundur ætlum að byggja okkur hús á lóð hér á jörðinni Miðdal. Lóðin er skráð sumarhúsalóð og stendur á henni gamalt hús. Við ákveðum að breyta lóðinni í íbúðarhúsalóð og sendum tölvupóst þess efnis 11 DES. 2019. ´´I dag er 27 mars og við erum ekki búin að fá svar. Það ákvað einhver að þetta þyrfti að fara í ofanflóðamat. Kom að sjálfsögðu jákvætt út úr því þar sem safnast aldrei snjór í Eyrarfjallið. Vinnu fólks á Veðurtofunni er betur varið í að fylgjast með hættusvæðum í veðráttu eins og verið hefur í vetur
Þetta er sem sé endalausar tafir,það er komið á fjórða mánuð. Er verið að hindra okkur í að byggja hér í Kjósinni?
Hvurslags vinnubrögð eru þetta? Við lifum á tölvuöld og hægt að vera í fjarskiptasambandi.
Þetta eru með öllu óliðandi vinnubrögð. Vilum við að þetta verði tekið fyrir strax og sent á okkur svar um að við meigum hefja framkvæmdir.
Kv, Svana og Guðmundur

Svar frá oddvita
Sæl verið þið.
Mér þykir sannarlega leitt að heyra þessar ásakanir á skipulags- og byggingarnefnd. Nefnd sem er að reyna að vinna sín mál af samviskusemi. Umsókn þessi fór í eðlilegt ferli eins og önnur mál. Næsti fundur eftir að umsókn var lögð fram var 30. janúar. Næsti fundur var 2. mars og þar lá fyrir álit Veðurstofunnar um að að eðlilegt væri að meta ofanflóðahættu með tilliti til landhalla o.fl. Oddviti hafði samband við aðstoðarforstjóra Veðurstofunnar í beinu framhaldi af erindi Guðmundar og Svönu varðandi matið og óskaði eftir reynt væri að flýta matinu. Matið skilaði sér mun fyrr en lofað var. Skipulags- og byggingarnefnd fundar næstkomandi mánudag og afgreiðir málið vonandi frá sér með jákvæðum hætti. Oddviti hefur ákveiðið að boða aukafund hreppsnefndar á þriðjudaginn þar sem málið verður afgreitt ef það er komið frá skipulags- og byggingarnefnd.
Með vinsamlegri kveðju,
Karl M. Kristjánsson oddviti og sveitarstjóri

Sæl,
Það er búið að fjalla um þetta á tveim fundum þann 30. Jan og 2.mars í skipulagsnefnd Kjósarhrepps, hefði verið vilji til að flýta afgreiðslu málsins hefði verið auðvelt að senda mat veðurstofunnar þegar það barst þann 20 mars.á nefndarfólk og afgreiða með rafrænum hætti því væntanlega hefur nefndin verið búin að kynna sér málið á fyrri fundum.
Guðmundur var í sambandi við veðurstofuna út af þessu og fóru margir póstar á milli um að þetta ætti ekki að taka langan tíma sem og ekki var því að við fórum út samdægurs og sendum myndir svo að þau gætu áttað sig á aðstæðum.
Það er óeðlilegt að taki á fjórða mánuðað afgreiða svona umsókn . Tafir kosta peninga.
Svana og Guðmundur

Niðurstaða:
Lagt fram
Oddviti hefur svarað erindinu.

Fundi slitið - kl. 19:05.