Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar
2003015
Niðurstaða:
Lagt fram2.Breytingar á sveitarstjórnarlögum
2003016
Niðurstaða:
Samþykkt3.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
2003014
Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Niðurstaða:
Lagt fram4.Tillögur að fyrirkomulagi afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila.
2003018
Þjónustugjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
- Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna
verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum
sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi
við hlutfall skerðingarinnar.
- Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda
verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m.
með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum
heima ef kostur er á hið sama við.
- Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
- Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti
til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí n.k.
Útfærsla:
Lagt er til að leiðréttingar séu gerðar hlutfallslega í samræmi við þann fjölda daga
sem þjónusta fellur niður í viðkomandi mánuði. Gjöld eru innheimt fyrirfram og þar
sem tíma tekur að vinna leiðréttingar er lagt til að samhliða reikningagerð 1. apríl
verði leiðréttingar gerðar fyrir tímabilið 15. febrúar - 14. mars. Við reikningagerð 1.
maí væru leiðréttingar gerðar fyrir tímabilið 15. mars - 14. apríl og 1. júní væru gerðar
leiðréttingar fyrir tímabilið 15. apríl - 14. maí. Framkvæmd leiðréttinga getur þó
verið breytileg eftir mismunandi virkni umsýslukerfa.
Rökstuðningur:
Börn eru fjarverandi af ýmsum ástæðum. Komi til þess að leiðrétta gjöld í samræmi
við fjarveru einstakra barna er lagt til að öll fjarvera verði sett undir sama hatt. Mikil
vinna getur verið að leiðrétta fyrir hvern og einn. Sú vinna er því enn meiri ef greina
ætti á milli mismunandi ástæðna fyrir fjarveru. Auk þess er ekki lagt til að óskað
verði eftir læknisvottorðum, m.a. vegna þess að það eykur álag á heilsugæslustöðvum
og eykur á smithættu með óþarfa heimsóknum á heilsugæslustöðvar. Þar að auki er
það aukin vinna starfsmanna sveitarfélaganna að taka tillit til vottorða við slíkan
fjölda leiðréttinga.
Börn eru m.a. fjarverandi vegna sóttkvíar og veikinda en einnig til þess að forðast
veikindi. Fulltrúar almannavarna hafa hvatt til þess að foreldrar haldi börnum sínum
heima hafi þeir kost á. Leiðrétting gjalda gæti hvatt foreldra til þess að fara að þeim
tilmælum og þannig stuðlað að minni útbreiðslu COVID-19 og komið til móts við þá
sem þurfa meira á þjónustunni að halda. Forgangslistar gera það að verkum að ekki
fá öll börn sömu þjónustu. Sum börn gætu því fengið allt að því óskerta þjónustu. Er
því ekki lagt til að leiðrétting á gjöldum sé framkvæmd flatt með sama hætti á alla.
- Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna
verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum
sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi
við hlutfall skerðingarinnar.
- Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda
verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m.
með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum
heima ef kostur er á hið sama við.
- Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
- Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti
til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí n.k.
Útfærsla:
Lagt er til að leiðréttingar séu gerðar hlutfallslega í samræmi við þann fjölda daga
sem þjónusta fellur niður í viðkomandi mánuði. Gjöld eru innheimt fyrirfram og þar
sem tíma tekur að vinna leiðréttingar er lagt til að samhliða reikningagerð 1. apríl
verði leiðréttingar gerðar fyrir tímabilið 15. febrúar - 14. mars. Við reikningagerð 1.
maí væru leiðréttingar gerðar fyrir tímabilið 15. mars - 14. apríl og 1. júní væru gerðar
leiðréttingar fyrir tímabilið 15. apríl - 14. maí. Framkvæmd leiðréttinga getur þó
verið breytileg eftir mismunandi virkni umsýslukerfa.
Rökstuðningur:
Börn eru fjarverandi af ýmsum ástæðum. Komi til þess að leiðrétta gjöld í samræmi
við fjarveru einstakra barna er lagt til að öll fjarvera verði sett undir sama hatt. Mikil
vinna getur verið að leiðrétta fyrir hvern og einn. Sú vinna er því enn meiri ef greina
ætti á milli mismunandi ástæðna fyrir fjarveru. Auk þess er ekki lagt til að óskað
verði eftir læknisvottorðum, m.a. vegna þess að það eykur álag á heilsugæslustöðvum
og eykur á smithættu með óþarfa heimsóknum á heilsugæslustöðvar. Þar að auki er
það aukin vinna starfsmanna sveitarfélaganna að taka tillit til vottorða við slíkan
fjölda leiðréttinga.
Börn eru m.a. fjarverandi vegna sóttkvíar og veikinda en einnig til þess að forðast
veikindi. Fulltrúar almannavarna hafa hvatt til þess að foreldrar haldi börnum sínum
heima hafi þeir kost á. Leiðrétting gjalda gæti hvatt foreldra til þess að fara að þeim
tilmælum og þannig stuðlað að minni útbreiðslu COVID-19 og komið til móts við þá
sem þurfa meira á þjónustunni að halda. Forgangslistar gera það að verkum að ekki
fá öll börn sömu þjónustu. Sum börn gætu því fengið allt að því óskerta þjónustu. Er
því ekki lagt til að leiðrétting á gjöldum sé framkvæmd flatt með sama hætti á alla.
Niðurstaða:
Samþykkt5.Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru
2003020
Um greinar í frumvarpi til laga
um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru sem kunna að hafa bein áhrif á fjármál sveitarfélaga.
-Þingskjal 1157
I. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 20. gr. er launagreiðendum, sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum skatts í staðgreiðslu af launum skv. 1. og 2. tölul. 5. gr., sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað er að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis verður 15. janúar 2021.
Við mat á því hvort um tekjufall er að ræða skal miða við a.m.k. þriðjungssamdrátt í rekstrartekjum yfir heilan mánuð samanborið við sama mánuð árið 2019. Hafi atvinnurekstur staðið í tvö ár eða skemur er heimilt að miða við meðaltekjur síðastliðinna 12 mánaða.
Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga. Það sama á við ef arði er úthlutað á árinu 2020 eða ef úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra til þess tíma.
Greiðslufrestun skv. 1. mgr. nær ekki til þeirra sem áttu við varanlega rekstrarörðugleika að stríða fyrir upphaf ársins 2020. Varanlegir rekstrarörðugleikar teljast vera til staðar í þessu sambandi ef eigið fé, samkvæmt viðurkenndum reikningsskilaaðferðum, var í árslok 2019 neikvætt um fjárhæð sem var hærri en helmingur innborgaðs hlutafjár, stofnfjár eða framlags eiganda.
Skilyrði fyrir frestun greiðslu skv. 1. mgr. eru þau að launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og að hann hafi staðið skil á skattframtölum ásamt lögboðnum fylgigögnum til Skattsins.
Greiðslufrestun skv. 1. mgr. felur ekki í sér frest á skilum skilagreina skv. 2. mgr. 20. gr. Ósk launagreiðanda um greiðslufrestun, ásamt yfirlýsingu hans um að skilyrði frestunar hafi verið til staðar, skal beint til Skattsins á því formi sem hann ákveður, í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils skv. 1. mgr. 20. gr. Afgreiðsla Skattsins á greiðslufrestun felur ekki í sér staðfestingu hans á því að skilyrði hennar séu uppfyllt.
Skatturinn hefur eftirlit með því að skilyrði greiðslufrestunar séu uppfyllt og getur hann krafist allra nauðsynlegra upplýsinga og gagna þar að lútandi. Leiði skoðun Skattsins í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið uppfyllt skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins skv. 28. gr. laganna í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.
Verði launagreiðandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár, getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal launagreiðandinn beina til Skattsins fyrir 15. janúar 2021.
Ákvæðið á ekki við um staðgreiðsluskil opinberra aðila, þ.e. aðila sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald. Þá á ákvæðið ekki við um staðgreiðslu skatts samkvæmt lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.
X. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
11. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir 4. mgr. 4. gr. er gjaldendum fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í 2.?4. mgr. 1. gr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987
Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr. að uppfylltum skilyrðum fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal launagreiðandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021.
um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru sem kunna að hafa bein áhrif á fjármál sveitarfélaga.
-Þingskjal 1157
I. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 20. gr. er launagreiðendum, sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum skatts í staðgreiðslu af launum skv. 1. og 2. tölul. 5. gr., sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað er að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis verður 15. janúar 2021.
Við mat á því hvort um tekjufall er að ræða skal miða við a.m.k. þriðjungssamdrátt í rekstrartekjum yfir heilan mánuð samanborið við sama mánuð árið 2019. Hafi atvinnurekstur staðið í tvö ár eða skemur er heimilt að miða við meðaltekjur síðastliðinna 12 mánaða.
Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga. Það sama á við ef arði er úthlutað á árinu 2020 eða ef úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra til þess tíma.
Greiðslufrestun skv. 1. mgr. nær ekki til þeirra sem áttu við varanlega rekstrarörðugleika að stríða fyrir upphaf ársins 2020. Varanlegir rekstrarörðugleikar teljast vera til staðar í þessu sambandi ef eigið fé, samkvæmt viðurkenndum reikningsskilaaðferðum, var í árslok 2019 neikvætt um fjárhæð sem var hærri en helmingur innborgaðs hlutafjár, stofnfjár eða framlags eiganda.
Skilyrði fyrir frestun greiðslu skv. 1. mgr. eru þau að launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og að hann hafi staðið skil á skattframtölum ásamt lögboðnum fylgigögnum til Skattsins.
Greiðslufrestun skv. 1. mgr. felur ekki í sér frest á skilum skilagreina skv. 2. mgr. 20. gr. Ósk launagreiðanda um greiðslufrestun, ásamt yfirlýsingu hans um að skilyrði frestunar hafi verið til staðar, skal beint til Skattsins á því formi sem hann ákveður, í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils skv. 1. mgr. 20. gr. Afgreiðsla Skattsins á greiðslufrestun felur ekki í sér staðfestingu hans á því að skilyrði hennar séu uppfyllt.
Skatturinn hefur eftirlit með því að skilyrði greiðslufrestunar séu uppfyllt og getur hann krafist allra nauðsynlegra upplýsinga og gagna þar að lútandi. Leiði skoðun Skattsins í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið uppfyllt skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins skv. 28. gr. laganna í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.
Verði launagreiðandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár, getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal launagreiðandinn beina til Skattsins fyrir 15. janúar 2021.
Ákvæðið á ekki við um staðgreiðsluskil opinberra aðila, þ.e. aðila sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald. Þá á ákvæðið ekki við um staðgreiðslu skatts samkvæmt lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.
X. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.
11. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrátt fyrir 4. mgr. 4. gr. er gjaldendum fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í 2.?4. mgr. 1. gr. ákvæðis til bráðabirgða VI í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987
Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr. að uppfylltum skilyrðum fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal launagreiðandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021.
Niðurstaða:
Lagt framHreppsnefnd samþykkir að gera aðgerðaáætlun sem lögð verður fram á næsta hreppsnefndarfundi þann 31. mars næstkomandi.
6.Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 málsnr. 1712001 -Kjós
2001009
Um framtíðarefnistöku Björgunar ehf. í Hvalfirði.
Undirritaður ræddi við Eystein Dofrason sem er í forsvari fyrir Björgun ehf. Hann gerði grein fyrir umsókn fyrirtækisins um leyfi til sandtöku á botni Hvalfjarðar, sem lægi fyrir hjá Orkustofnun. Sendi hann kort sem sýndi nákvæmlega hvar óskað er sandnáms í firðinum á komandi árum. Annars vegar er sótt um útvíkkun á efnistöku á Leynisgrunni sem er utan við Kjalarnes og hins vegar er sótt um heimild til efnistöku utan við Hrafnshólma nærri Þyrilslandi í Hvalfirði á svæði Hvalfjarðarsveitar.
Í framhaldi hafði undirritaður samband við Kristján Gunnarsson starfsmann Orkustofnunar, sem nú hefur umsjón með leyfum til efnistöku í sjó. Staðfesti hann að nefndar umsóknir Björgunar lægju fyrir og nefndi hann að þetta miðaðist við næstu 20 ár. Ekki væri búið að staðfesta umræddar umsóknir en ekki væri neitt annað í umsóknarferli er tengdist Hvalfirðinum. Upplýsti hann að einnig væri sótt um efnistöku við Kollafjörðinn. Ekki var óskað eftir frekari upplýsingum um þær umsóknir enda eru þær langt utan Kjósarhrepps.
Niðurstaðan er sú að ekki er neitt nýtt í umsóknarferli sem er innan „landhelgi“ Kjósarinnar. Því er engin ástæða til að hafa sérstakan fyrirvara af hálfu Kjósarhrepps varðandi svæðisskipulag á Álfsnesi.
Undirritaður ræddi við Eystein Dofrason sem er í forsvari fyrir Björgun ehf. Hann gerði grein fyrir umsókn fyrirtækisins um leyfi til sandtöku á botni Hvalfjarðar, sem lægi fyrir hjá Orkustofnun. Sendi hann kort sem sýndi nákvæmlega hvar óskað er sandnáms í firðinum á komandi árum. Annars vegar er sótt um útvíkkun á efnistöku á Leynisgrunni sem er utan við Kjalarnes og hins vegar er sótt um heimild til efnistöku utan við Hrafnshólma nærri Þyrilslandi í Hvalfirði á svæði Hvalfjarðarsveitar.
Í framhaldi hafði undirritaður samband við Kristján Gunnarsson starfsmann Orkustofnunar, sem nú hefur umsjón með leyfum til efnistöku í sjó. Staðfesti hann að nefndar umsóknir Björgunar lægju fyrir og nefndi hann að þetta miðaðist við næstu 20 ár. Ekki væri búið að staðfesta umræddar umsóknir en ekki væri neitt annað í umsóknarferli er tengdist Hvalfirðinum. Upplýsti hann að einnig væri sótt um efnistöku við Kollafjörðinn. Ekki var óskað eftir frekari upplýsingum um þær umsóknir enda eru þær langt utan Kjósarhrepps.
Niðurstaðan er sú að ekki er neitt nýtt í umsóknarferli sem er innan „landhelgi“ Kjósarinnar. Því er engin ástæða til að hafa sérstakan fyrirvara af hálfu Kjósarhrepps varðandi svæðisskipulag á Álfsnesi.
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum
7.Til umsagnar 666. mál frá nefndsviði Alþingis - frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða
2003017
Niðurstaða:
Lagt fram8.Tillögur um endurskoðun kosningalaga
2003012
Niðurstaða:
Lagt fram9.Fasteignagjöld 2020
2003022
Niðurstaða:
FrestaðFundi slitið - kl. 16:50.
"Á grundvelli breytinga á sveitarstjórnarlögum samþykkir hreppsnefnd Kjósarhrepps að heimila fjarfundi hreppsnefndar og fastanefnda sveitarfélagsins til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess. Einnig samþykkir hreppsnefnd að staðfesting fundargerða hreppsnefndar og fastanefnda verði í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar um þegar notast er við fjarfund. Jafnframt beinir hreppsnefnd því til fastanefnda að fresta fundum meðan í gildi er samkomubann, nema brýna nauðsyn beri til afgreiðslu mála."