Sveitarstjórn
Í upphafi fundar lagði oddviti til að tekin yrðu fyrir eftirfarandi mál á dagskrá. Liður 5. Erindi varðandi skráningar „óstaðsett í hús“. Liður 6.d. Fundargerð stj. Sambands ísl. veitarfélaga nr. 872. Var það samþykkt samhljóða
Dagskrá
1. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags- og byggingarnefnd. Fundur 27.6.2019.
Afgreiðsla: Byggingarmál samþykkt.
Skipulagsmál:
1. Kiðafell, Sigurbjörn Hjaltason – Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhús í landi Kiðafells lnr. 126143. Frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
2. Þorláksstaðavegur – Tillaga að breytingu deiliskipulags. Trípólí arkitektar, fyrir hönd lóðarhafa Þorlákstaðavegar 5, leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Þorláksstaðaveg.
Afgreiðsla: Frestað.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
3. Þúfukot, gistiskáli – Mál frá fundi nr. 123, dags. 02.05.2019
Dap ehf, kt. 550310-0490, Litla-Tunga, 276 Kjós, sækir um leyfi til að byggja gistiskála í matshluta 02 sem er íbúðarhús á Þúfukoti. Ennfremur er sótt um leyfi til að rífa matshluta 05 sem er skráð sem geymsla. Farið hefur fram grenndarkynning og barst ein athugasemd. Skipulagsnefnd telur framkomna athugasemd ekki vera ástæðu til synjunar.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Afgreiðsla: Meirihluti hreppsnefndar frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari upplýsingum.
4. Nýja- Kot, breytt nýting húss.
Signý Höskuldsdóttir, kt. 101084-2489, óstaðsett í húsi, 276 Kjós, óskar eftir að lóð hússins Nýja-Kots, lnr. 213977, úr landi Þúfukots sem nú er skráð sem frístundalóð, verði breytt í lóð fyrir íbúðarhús. Frestað mál frá fundi þann 02.05.2019. Borist hefur bréf með athugasemdum, frá eiganda Þúfukots, vegna framagreinds erindis.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna umsækjanda athugasemdirnar.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
b. Viðburða- og menningarmálanefnd. Fundur 16.6.2019.
Afgreiðsla: Lagt fram.
c. Umhverfisnefnd. Fundur 22.6.2019.
Afgreiðsla: KMK gerði grein fyrir fundargerðinni.
2. Fulltrúar á aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 6.9.2019.
Afgreiðsla: GGÍ er aðalfulltrúi Kjósarhrepps á þinginu.
3. Erindi Hjalla vegna byggingarleyfisgjalda.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar.
4. Styrkumsókn frá UMF Dreng. Loft trampólín (Ærslabelg) við Félagsgarð.
Afgreiðsla: Styrkur að fjárhæð 400 þús. kr. samþykktur.
5. Erindi varðandi skráningar „óstaðsett í hús“.
Afgreiðsla: Málinu frestað, hreppsnefnd samþykkir að leita álits lögmanns Samband íslenskra sveitarfélaga.
6. Önnur mál.
a. Stefna í umhverfismálum og sorpmálum fyrir Kjósarhrepp og svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. RHG fór yfir málið leggur til að hreppsnefnd feli Umhverfisnefndinni að undirbúa drög að stefnu í sorp- og umhverfismálum. Einnig að nefndin geri drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Til hliðsjónar verði stuðst við lög nr. 55/2003.
Afgreiðsla: Samþykkt
b. Ný heimasíða Kjósarhrepps. RHG hefur alfarið séð um það stóra verkefni og mun nýja síðan fara í loftið á næstu dögum.
7. Mál til kynningar.
a. SSH stjórn. Fundur nr. 471
b. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Fundur nr. 47
c. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Fundur nr. 89
d. Sambands ísl. sveitarfélaga. Fundur nr. 872
Næsti fundur hreppsnefndar verður haldinn 3. september