Sveitarstjórn
KMK óskar eftir því í upphafi fundar að gera breytingu á röðun dagskráliða að liður 13. Starfsmannamál yrði liður 1. annað í eðlilegri röð á eftir. Breytingar á dagskrá samþykktar.
Dagskrá
1. Starfsmannamál
Sigurður Hilmar Ólafsson nýr byggingarfulltrúi kom og kynnti sig fyrir hreppsnefnd. Einnig var rætt um hugsanlega lokun á skrifstofu hreppsins í sumar.
2.Til afgreiðslu við síðari umræðu, ársreikningur sveitarsjóðs Kjósarhrepps A og B hluta 2018.
Kynntar voru nokkrar breytingar á ársreikningi frá fyrri umræðu sem varða uppgjör Leiðarljóss ehf. Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti með 5 atkvæðum ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2018.
3. Fundargerðir nefnda.
a. Viðburða- og menningarmálanefnd (VMN) og Umhverfisnefnd (UN) 16.4. Sameiginlegur fundur nefndanna. Fundargerð nr. 12. (UN) og fundargerð nr. 14. (VMN) lagðar fram. Afgreiðsla: Í fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2019 er gert ráð fyrir endurnýjun á skiltum á áningastöðum.
b. Umhverfisnefnd 23.4.
Afgreiðsla: Fundargerð nr. 13. lögð fram. RHG gerir athugasemd við þá tillögu að ungmenni í unglingavinnunni vinni á gámaplaninu vegna öryggissjónarmiða.
b.1 Umhverfisnefnd 26.4
Afgreiðsla: Fundargerð nr. 14. lögð fram. KMK gerir grein fyrir fundargerðinni og helstu upplýsingum sem komu fram á þeim fundi.
c. Samgöngu- og fjarskiptanefnd. 2.5.
Afgreiðsla: Fundargerð nr. 7. lögð fram, RHG gerir grein fyrir drögum að framlagðri umferðaöryggisáætlun og það sem fór fram á fundi með vegagerðinni. Hreppsnefnd samþykkti með 5 atkvæðum drög að umferðaöryggisáætlun fyrir Kjósarhrepp.
d. Skipulags- og byggingarnefnd: 2.5.
Afgreiðsla: Fundargerð nr. 123 lögð fram, byggingarmál. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt í öllum liðum.
Skipulagsmál
01. RB-hús ehf. kt. 601113-1740, Álnakór 13, 203 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja 149,3 sumarhús og 49,9 m2 gestahús á lóð sinni nr. 6 við Nesveg í landi Flekkudals, lnr. 226919. Húsin eru bæði steinsteypt og klædd að utan með timbri, með láréttu þaki.
Sökklar og gólfplata eru steinsteypt.
Erindi samþykkt til grenndarkynningar.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti afgreiðslu nefndarinnar um grenndarkynningu.
02. Landlínur fyrir hönd landeiganda leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja II. Í gildi er deiliskipulagið ,,Sumarbústaðir, þjónustumiðstöð og tjaldstæði í landi Eyja II“. Breytingin deiliskipulagsins felur í sér að skilgreina lóðir fyrir frístundahús, Eyjavík 14, í stað þjónustumiðstöðvar og tjaldsvæðis. Afmörkun byggingareita á Eyjavík 9, 11 og 13 og 14, breytast, þeir stækka og byggingareitir Eyjavíkur 11, 13 og 14 eru færðir fjær Meðalfellsvatni. Stærð, lega og aðkoma lóðanna breytist.
Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samkv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa tillöguna.
03. Þórarinn Jónsson, fh. Félagsbússins Hálsi ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu á Búðarsandi í landi Háls nánar tiltekið fyrir neðan fjörukambinn. Sótt er um að taka 100 m3 efni á ári út skipulagstímabilið að 1000 m3.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki allra eigenda.
04. Signý Höskuldsdóttir, kt. 101084-2489, óstaðsettur í hús, 276 Kjós, óskar eftir að lóð hússins Nýja-Kots, lnr. 213977, úr landi Þúfukots sem nú er skráð sem frístundalóð verði breytt í lóð fyrir íbúðarhús.
Frestað.
4. Ljósleiðarinn
a. Staða framkvæmda og tenginga notenda
b. Áætluð útgjöld og staða Leiðarljóss árið 2018
c. Heimild til framlags sveitarsjóðs til Leiðarljóss ehf 2019.
SKÁ gerir grein fyrir liðum a,b og c.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að heimila sveitarsjóði að leggja út áætluð nettóútgjöld til framkvæmda við lagningu Ljósleiðara árið 2019 sem lán eða framlag sem verður afgreitt við ársuppgjör þess árs.
5. Sorphirðumál.
a. Breytingar í sorphirðunni
Farið var yfir tillögur umhverfisnefndar frá fyrri fundum.
Afgreiðsla: Umhverfisnefnd falið að vinna að endurskoðun á fyrirkomulagi sorphirðunnar og jafnframt að annast góða kynningu á breytingunum.
br. Tillaga að endurskoðun samnings við Gámaþjónustuna
Lagt var fram minnisblað Gámaþjónustunnar ásamt verðtilboði í þjónustuna. 343
Afgreiðsla: Umhverfisnefnd falið að fara yfir endurskoðun samnings og koma með tillögur.
6. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
7. Aðalfundur Kjósarveitna ehf., 24. maí kl: 15:00 nk.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti að Guðný G. Ívarsdóttir fari með atkvæði hreppsins.
8. Lög um opinber innkaup.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
9. Orlof húsmæðra.
Afgreiðsla: Almenn umræða.
10. Skipan í notendaráð fatlaðs fólks.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd tilnefnir Regínu Hansen Guðbjörnsdóttir sem aðalmann og Guðnýju G Ívarsdóttur sem varamann.
11. Erindi Kaffi Kjóss/álagning fasteignagjalda C.
Afgreiðsla: Samþykkt að fasteignagjöld C skuli fylgja fasteignagjöldum A frá og með álagningarárinu 2019. C skattur sé 0,4 í stað 0,5.
12. Ritstjórnarstefna Kjósarhrepps.
Afgreiðsla: Oddvita falið að gera tillögu að endurskoðun ritstjórnarstefnu Kjósarhrepps fyrir næsta fund hreppsnefndar. RHG sýndi nýju heimasíðuna sem er í vinnslu og langt komin.
13. Sumarvinna unglinga 2019.
Afgreiðsla: Samþykkt að ráða Björn Hjaltason til að hafa umsjón með sumarvinnunni 2019. Jafnframt er honum falið að gera tillögur um verkefni og skipulag vinnunnar í ár. Oddvita er falið að auglýsa eftir umsóknum í unglingavinnu fyrir sumarið 2019.
14. Samfélagsstyrkur – umsóknir / Sigríður Klara Árnadóttir víkur af fundi. Sóknarnefnd sækir um styrk vegna byggingar aðstöðuhúsi fyrir Reynivallakirkjugarð.
Afgreiðsla: Samþykkt að veita 500 þús kr. í styrk. SKÁ kemur inná fundinn.
15. Önnur mál.
Enginn önnur mál.
16. Mál til kynningar.
a. SSH stjórn Fundur nr. 470, 6.maí