Fara í efni

Sveitarstjórn

203. fundur 08. október 2019 kl. 16:00 - 21:16 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Fundargerðir heilbrigðiseftirlis 2019

1902009

Niðurstaða:
Lagt fram

2.Fundargerðir SSH 2019

1901007

Niðurstaða:
Lagt fram

3.Fundargerð 874. fundar stjórnar sambandsins

1910015

Niðurstaða:
Lagt fram

4.Ársskýsla Persónuvendar 2018

1909016

Niðurstaða:
Lagt fram

5.Minningargarður óháð trúfélagi

1909032

Niðurstaða:
Lagt fram

6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

1909020

Niðurstaða:
Lagt fram
Fulltrúar sveitarfélagsins sem sóttu ráðstefnuna gerðu grein fyrir helstu málum.

7.Aukalandsþing SÍSv

1908032

Niðurstaða:
Lagt fram
Umræða um aukalandsþingið.

Samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar að hafa íbúafund um framtíðarskipulag sveitarfélaga í byrjun næsta árs.

8.Skipurit Kjósarhrepps

1910007

GGí fyrirspurn: Hvenær var það skipurit sem er á heimasíðunni samþykkt? Bið um útskýringar á því. Get ekki séð hvernig það passar við núverandi stjórnsýslu Kjósarhrepps. Það er engin þrjú svið/málaflokkar skilgreind núna (hef allavega ekki verið upplýst um það) enda hluti starfseminnar útvistað til annarra sveitarfélaga.
Niðurstaða:
Lagt fram
Umræða um drög að skipuriti útfrá málaflokkum.

9.Öryggismál

1910006

GGÍ fyrirspurn: Hvernig er staðan á brunaöryggismálum í hreppnum þegar samningi um vagninn hefur verið sagt upp? Hvar er vagninn núna staddur og hvert er ástandið á honum. Þarf ekki að upplýsa íbúa um það? Þetta varðar öryggismál.

Hjartastuðtækin sem átti að finna nýja staði fyrir í sl. vor, hvar eru þau stödd núna? Upplýsa þarf íbúa og aðra gesti sveitarfélagsins um það.
Niðurstaða:
Lagt fram
KMK upplýsti um að slökkviliðið hefði lagt til að vagninn yrði fluttur í umsjón björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Upplýst var á fundinum að enn væri ekki búið að flytja vagninn.

KMK hyggst láta setja upp kassa við Ásgarð fyrir hjartastuðtæki.

10.Sorphirðumál

1910005

GGÍ biður um að það verði upplýst hvar sú vinna er stödd að draga úr kostnaði við söfnun og förgun á sorpi í hreppnum td. með aukinni flokkun og hvernig skuli staðið að fjölgun á flokkunarílátum til heimila. Þarf ekki hvatningin og fræðslan til íbúa um aukna flokkun til hagræðingar og umhverfisverndar að koma frá starfsmönnum hreppsins- maður á mann. Var ráðinn annar starfsmaður á planið sl. vor?

Hvar stendur vinnan við stefnumótun í umhverfis- og úrgangsmálum Kjósarhrepps?
Niðurstaða:
Lagt fram
KMK upplýsti um stöðu mála varðandi sorpflokkun, starfsmannamál og undirbúning á dreifingu tunnu undir plast.

Samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar að fela Oddvita að koma stefnumótun í farveg í samráði við umhverfisnefndina. Einnig var samþykkt að skipuleggja kynningarfundi um flokkun sorps.

11.Kjósarveitur ehf 2019. Sex mánaðauppgjör

1910004

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Leiðarljós ehf 2019. Sex mánaða uppgjör

1910003

Niðurstaða:
Lagt fram

13.Innkaup Kjósarhrepps

1909025

Drög að innkaupareglum og innkaupaferli kynnt.
Niðurstaða:
Lagt fram
Samþykkt á 203.fundi hreppsnefndar að fela RHG að klára útfærslu á reglunum.
Kartín Cýrusdóttir kemur á fundinn kl. 17:21

14.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

1906003

Niðurstaða:
Lagt fram
Katrín Cýrusdóttir og Þórarinn Jónsson fulltrúar í samstarfsvettvangi sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál kynntu fyrir hreppsnefnd starfið og næstu skref.

Samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar að undirrita samstarfsyfirlýsingu um samstarfsvettvang sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
Katrín Cýrusdóttir yfirgefur fundinn kl: 18:09
Kristinn Bjarnason lögmaður frá Lagastoð kemur á fundinn kl. 16:04

15.Nýja-Kot, breytt nýting húss.

1908043

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja að breyta landnotkun Þúfukots 4, Nýjakot lnr. 213977 úr sumarbústaðalóð í íbúðarhúsalóð með þeim áskilnaði og fyrirvara að afhentur verði hnitsettur uppdráttur af spildunni og fyrir liggi staðfesting byggingarfulltrúa á að hús það sem á henni stendur uppfylli skilyrði laga og reglugerða til að verða samþykkt sem íbúðarhúsnæði.

Samþykkt á 203 fundi hreppsnefndar með þremur atkvæðum, einn situr hjá og einn hafnar.
Kristinn Bjarnason lögmaður yfirgefur fundinn kl: 17:19

16.20. fundur viðburða- og mennningarmálanefndar

1910014

Niðurstaða:
Lagt fram

17.13. fundur Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefndar

1910013

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd staðfestir fyrir sitt leyti samþykktina á 203. fundi um notendaráð fatlaðs fólks.

18.8. fundur Samgöngu- og fjarskiptanefndar

1910012

Niðurstaða:
Lagt fram

19.Fundargerð - Skipulags- og byggingarnefnd

1910011

Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingarmál. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar.

20.Samkeppnisrekstur opinberra aðila

1909021

Niðurstaða:
Lagt fram
Samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar að fela oddvita að svara ráðuneytinu.

21.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins

1910010

Niðurstaða:
Lagt fram
Oddviti gerir tillögu að bókun:

Fram eru komnar athugasemdir frá sveitarstjórnarráðuneytinu við samþykkt um stjórn Kjósarhrepps. Lúta þær að ákvæðum um framsal fullnaðarafgreiðslu til annars vegar nefnda og hins vegar starfsmanna.

Samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar að fela oddvita að ganga frá endurskoðun á samþykktunum í samræmi við fram komnar athugasemdir og tillögur ráðuneytisins.

22.Greiðslur til sveitarstjórnar vegna ferðakostnaðar utan sveitar

1910009

GGÍ fyrirspurn: Síðan vil ég að tekin verði ákvörðun um hvernig skuli greiða fólki fyrir að sækja fundi lengri leið á vegum hreppsins skv 25. gr samþykktanna, sem yfirstjórn hreppsins hefur óskað eftir að sóttir verði. Þetta er ekki sjálfboðaliðastarf. Það er munur á hvort fundarmenn eru starfsmenn hreppsins innan síns vinnutíma eða hvort þeir þurfa að taka sér launalaust frí frá vinnu eða öðrum vettvangi til að sækja fundina og aka sjálfir á eigin bílum á eigin kostnað.
Niðurstaða:
Lagt fram
Vísað er til 25. greinar samþykktar um stjórn Kjósarhrepps.
Sæki fulltrúi sveitarstjórnar eða nefndar, fundi, námskeið eða ráðstefnur utan Kjósarhrepps með samþykki oddvita skal viðkomandi fá greiddan ferðakostnað og útlagðan kostnað vegna erindisins. Að auki skal greiða 2% af viðmiðunarfjárhæð nefndagreiðsla fyrir hvern dag.

Fyrirkomulagið samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar.

23.Vísitölubreyting launa sveitarstjóra

1910008

Niðurstaða:
Lagt fram
Á fundi nr. 182 þann 28. júní 2018 samþykkti hreppsnefnd að framvegis skuli breytingar á launum til sveitarstjórnar og nefnda fylgja launavísitölu opinbera starfsmanna og breytast 1. júlí ár hvert miðað við vísitölu 1. mars á undan.

Hreppsnefnd samþykkir á 203. fundi að sama skuli gilda um laun sveitarstjóra.

24.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

1910002

Niðurstaða:
Lagt fram
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 um 19.4 mkr. þessum útgjaldaviðauka verður mætt með rekstrarafgangi í áætlun ársins sem er 30.8 mkr.

Viðaukinn samþykktur á 203. fundi hreppsnefndar.

25.Útsvar og álagning 2020

1909019

Niðurstaða:
Lagt fram
Drög að álagningu lögð fram á 203. fundi hreppsnefndar.

26.Gjaldskrár 2020

1909018

Niðurstaða:
Lagt fram
Drög að gjaldskrá lögð fram á 203. fundi hreppsnefndar.

27.Skipulags- og byggingarnefnd - Nefndarmenn

1908038

Tillaga að kosningu í skipulags- og byggingarnefnd
Niðurstaða:
Lagt fram
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu að aðalmönnum í skipulags- og byggingarnefnd.
Maríannna Hugrún Helgadóttir
Magnús Kristmannsson
Elís Guðmundsson
Varamenn:
1. Þórarinn Jónsson
2. Davíð Örn Guðmundsson
3. Sigríður Klara Árnadóttir

Tillagan samþykkt á 203 fundi hreppsnefndar.

28.Þorláksstaðavegur - Tillaga að breytingu deiliskipulags.

1908042

Afgreiðsla:. Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 22/2010. Engar athugasemdir bárust. Lagt er til að Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki deiliskipulagsbreytinguna.
Niðurstaða:
Lagt fram
Samþykkt á 203. fundi hreppsnefndar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 22/2010.

Fundi slitið - kl. 21:16.