Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2019, 16. apríl kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 197 í Ásgarði kl. 16:00.
Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK), Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.
KMK óskar eftir að breyta auglýstri dagskrá, að í lið 6 komi erindi Polestar slf.
Dagskrá:
1. Fyrri umræða ársreiknings sveitarsjóðs Kjósarhrepps A og B hluta 2018.
Endurskoðandi Kjósarhrepps Arna G. Tryggvadóttir frá PWC, mætti á fundinn og gerði grein fyrir drögum að ársreikningi Kjósarhrepps fyrir árið 2018.
Afgreiðsla. Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa ársreikningi Kjósarhrepps 2018 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi hreppsnefndar.
2. Samningar milli Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar:
a. Samingur um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk.
Afgreiðsla. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Mosfellsbæ
b. Samningur um barnaverndarmál.
Afgreiðsla. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Mosfellsbæ
3. Erindi frá Ferðaþjónustunni Hjalla ehf., um álagningarreglur fasteignagjalda.
Afgreiðsla. Afgreiðslu frestað.
4. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga 2019, [sjá yfirlýsingu].
Afgreiðsla. Lögð fram ályktun varðandi gjaldskrárbreytingar 2019 og 2020.
5. Tillögur umhverfisnefndar varðandi skipulag sorphirðu.
Afgreiðsla. Tillögurnar ræddar og oddvita falið að funda með nefndinni og undirbúa endanlegar tillögur.
6. Erindi Polestar slf. varðandi rekstur gistingar á Hvammsbraut 3, í frístundasvæði.
Afgreiðsla. Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa [minnisblað]. Erindi hafnað með 4 atkvæðum, þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi Kjósarhrepps.
7. Önnur mál. Enginn önnur mál.
8. Mál til kynningar:
a. SSH stjórn 469. fundur.
b. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, fundargerð nr. 45, 8.4.2019.
Næsti hreppsnefndarfundur er fyrirhugaður 14. maí kl 16:00
Fundi slitið kl: 18:10 RHG