Fara í efni

Sveitarstjórn

672. fundur 05. mars 2019 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

 

Árið 2019, 05. mars kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 195
 í Ásgarði kl. 20:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Sigurþór I Sigurðsson (SIS) annar varamaður í forföllum Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Fundargerðir nefnda.

a)      Viðburða- og menningarnefnd 14.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 11 lögð fram.

 

b)      Viðburða- og menningarnefnd 18.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr.12 lögð fram.

 

c)      Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd 9.2.

Afgreiðsla:  Fundargerð nr. 6 Lögð fram og RHG gerði grein fyrir stöðu á stofnun  ungmennaráðs.

 

d)      Umhverfisnefnd 4.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 6 lögð fram og kynnt af KMK.

Liður 2. Tillaga að ályktun nefndarinnar. Hreppsnefnd ákveður að fela oddvita að ræða málin við SSH og ákvörðun verður tekin í framhaldinu.

 

e)      Umhverfisnefnd 20.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 7 lögð fram og kynnt af KMK, umræða um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna rædd og mikill áhugi að skoða það nánar.

 

f)       Umhverfisnefnd 26.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 8 lögð fram.

 

g)      Samgöngu- og fjarskiptanefnd 7.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 5 Lögð fram, RHG gerði grein fyrir fundargerðinni og rætt um breytingu á verklagi hjá Vegagerðinni varðandi snjómokstur á héraðsvegum.

 

h)      Skipulags- og byggingarnefnd 25.2.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 121 lögð fram, byggingarmál. Samþykkt.

 

Skipulagsmál

01.  Elín Þórisdóttir, arkitekt leggur fram lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 samkvæmt 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýst er að fyrirhugað sé að breyta landnotkun á lóðinni Möðruvellir 14, Lækjarás, lnr: 126449 sem er 3,37 ha að stærð. Breytingin felur í sér að lóðinni sem er í jaðri frístundasvæðis verður breytt í íbúðarhúsalóð.

Lagt er til að hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki lýsinguna til auglýsingar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla: Samþykkt af Hreppsnefnd að fresta ákvörðun.

 

02.  Landlínur fyrir hönd Lóu Sigríðar Hjaltested leggja fram lóðarblað af lóðinni  Flekkudalur 1, lnr. 219788. Húsið er á landbúnaðarlandi og óskað er eftir að breyta skráningu hússins úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Frestað.

Afgreiðsla: Samþykkt af hreppsnefnd að fresta ákvörðun.

 

2)      Ljósleiðarinn. Staða á framkvæmdum.

Afgreiðsla: SKÁ gerir grein fyrir stöðu mála, verkáætlun kynnt. Opið hús verður í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars nk, kl. 11-15, þar sem þjónustuaðilar verða með kynningar og tilboð. Núþegar hafa Síminn og Vodafone boðað komu sína, beðið er eftir staðfestingu frá NOVA og Hringdu.

 

3)      Heilbrigðiseftirlit- Kjósarsvæði gjaldskrá.

Afgreiðsla: Ný gjaldskrá lögð fram og samþykkt af hreppsnefnd.

 

4)      Afnot af Ásgarði.

Afgreiðsla: Drög að reglum vegna afnota af aðstöðu í Ásgarði gerð. SKÁ og KMK falið að fullgera drögin og kynna hreppsnefnd.

Leiga á einni skrifstofu samþykkt, KMK falið að ganga frá samningi við leigjandann

 

5)      Siðareglur Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: RHG falið að yfirfara reglurnar fyrir næsta fund hreppsnefndar.

 

6)      Fulltrúi á þing Sambands íslenskra sveitarfélaga 29.mars.

Afgreiðsla: RHG varamaður verður fulltrúi Kjósarhrepps á þinginu.Einnig á sveitarstjóri seturétt.

 

7)      Önnur mál.

a)      Sveitastjóra er falið að auglýsa eftir umsóknum um samfélagsstyrki.

 

b)      Drög að forgangsröðun verkefna í Umferðaöryggisáætlun kynnt og ekki gerðar athugasemdir við hana.

 

c)      Fyrirspurn RHG varðandi fund með Vegagerðinni og framkvæmdaraðilum vegna viðbótar framkvæmda í framhaldi af Kjósarskarðsvegi. KMK mun boða til fundarins fljótlega.

 

d)      SKÁ leggur fram beiðni frá sóknarnefnd Reynivallaprestakalls að fá orgel Ásgarðsskóla að láni á meðan orgel kirkjunnar fer í viðgerð.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að lána orgelið.

 

e)      Borð sem samþykkt var að kaupa í Félagsgarð eru komin og samþykkir hreppsnefnd að greiða flutnings- og uppsetningarkostnað.

 

f)       Hýsingaraðili heimasíðu www.kjos.is hefur ekki brugðist við erindum SKÁ um lagfæringu á síðunni. Ekki hefur verið hægt að setja inn ný gögn eða fréttir á síðu hreppsins sem er í hýsingu hjá Nepal. SKÁ mun halda áfram með málið og finna aðra leið ef Nepal er hætt.

 

g)      Hreppnefnd barst nánari greinargerð á fundargerð nr. 8 frá Viðburða- og menningarnefnd vegna beiðni um fjármagn vegna leiksýningar á bókasafnskvöldi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur jákvætt í að styrkja slíka leiksýningu verði hún tengd við stærri viðburði í sveitarfélaginu.

 

8)      Mál til kynningar.

a)      SSH stjórn 467 fundur.

b)      Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, ársskýrsla 2018

c)      Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, fundargerð nr. 43, 14.2.

d)      Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis

 

 

Fundi slitið kl: 22.25. RHG