Fara í efni

Sveitarstjórn

620. fundur 20. júlí 2018 kl. 09:45 - 09:45 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 20. júlí kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 183 í Ásgarði kl. 15:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson(KMK),  Þórarinn Jónsson(ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir(SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir: .

             

1.      Fundargerðir nefnda

a.       Viðburða- og menningarnefndar frá 28. júní, 3. júlí og 16. júlí.

b.      Félags-, æskulýðs- og jafnréttismálanefndar frá 16. júlí.

c.       Skipulags- og byggingarnefndar frá 19. júlí.

Afgreiðsla:Fundargerðir í liðum a,b og c samþykktar

 

 

2.      Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps-drög.

Afgreiðsla:Frestað

 

3.      Hin nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi 15. júlí sl.

Afgreiðsla:Málið rætt og verður farið í að skoða hvernig önnur sveitafélög hafa snúið sér í innleiðingu persónuverndarlöggjöfunni.

 

4.      Umsóknir um fjárstyrki vegna útgáfu og listsýningar í Kjós.

Afgreiðsla:Umsókn um fjárstyrk til listsýningar hafnað. Samþykkt var veita styrk að upphæð 250.000 þúsund krónur við útgáfu bókar um tónlistarstörf Odds Andréssonar.  

 

5.      Málefni Leiðarljóss ehf.

Afgreiðsla:Mál ljósleiðarans rædd og áframhaldand vinnu við að fá að tengjast í ljósleiðarakerfið.

 

 

6.      Önnur mál.

6.1GGÍ fór yfir helstu liði í 6. mánaða rekstraryfirliti hreppsins.

 

6.2Erindi frá Lögmannsstofunni VÍK sem barst hreppsnefnd þann 3. júlí síðastliðinn vegna malarnáms á Búðasandi. Hreppsnefnd samþykkti að boða eigendur jarðanna Háls og Neðra Háls til fundar um málið.

.

 

7.      Mál til kynningar.

 

 

Fundi slitið kl 17:00

RHG