Sveitarstjórn
Dags. 28.6. 2018.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps: Fundargerð nr. 182 (framhaldsfundur) þann 28. júní 2018.
Fundurinn var framhald 1. fundar. 2018-2022, sem frestað var 15.6.
Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson(KMK), Þórarinn Jónsson(ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir(SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.
Mál sem tekin voru fyrir:
3. Ákvörðun um ráðningu sveitarstjóra.
Afgreiðsla: (KMK) leggur fram bókun.
Hreppsnefndin samþykkir að fela oddvita að gegna starfi sveitarstjóra til tveggja ára eða til 30.júní 2020. Jafnframt er honum falið að stýra vinnu við endurmat á rekstri sveitarsjóðs og stofnana hans í kjölfar mikilla breytinga síðustu tvö ár. Stefnt skal að ljúka þeirri vinnu innan tveggja ára.
Oddvita falið að ræða við Guðnýju G. Ívarsdóttir um starfslok og frekari störf fyrir sveitarsjóð.
4. Fundatími hreppsnefndar,
Samþykkt að reglulegir fundir hreppsnefndar verði 1. föstudag í hverjum mánuði kl. 15:00 frá og með ágúst næstkomandi. Vegna sumarleyfa verður næsti fundur 20 . júlí.
5. Starfshlutfall oddvita og fyrir setu i hreppsnefnd og nefndum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Samþykkt að oddviti fái laun, sem eru 16% hlutfall af 80% þingfararkaups fyrir setu í hreppsnefnd og nefndum hreppsins. Árlegar breytingar skulu fylgja breytingum á greiðslum fyrir hreppsnefnd. Að auki fái hann fastar akstursgreiðslur, sömu og fráfarandi framkvæmdarstjóri hafði. KMK afsalar sér sérstakri greiðslu fyrir störf sveitarstjóra.
6. Greiðslur fyrir kjörna fulltrúa í hreppsnefnd og nefndum hreppsins.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að lækka viðmiðun fyrir greiðslur til hreppsnefndar og annara nefnda í 80% af þingfararkaupi og er því viðmiðið kr. 880.955, frá og með 1. júlí 2018. Þá samþykkir hreppsnefnd að framvegis skuli breytingar á greiðslunum fylgja launavísitölu opinberra starfsmanna og breytast 1. júlí ár hvert miðað við vísitölu 1. mars á undan. Grunnviðmiðun vísitölu 1. mars 2018 er 130,7 stig. Aðalmenn í hreppsnefnd fá 8% af viðmiðunar launum mánaðarlega eða kr. 70.476.
Greiðsla fyrir nefndarfund er 2% eða kr. 17.619. Formenn nefnda fá 3% eða 26.429 kr. Greitt er fyrir hvern fund sem setinn er í nefndum á vegum hreppsins..
7. Tillaga að nýjum starfsnefndum.
• Umhverfisnefnd. Samþykkt.
• Félags-, æskulýðs- og jafnréttismálanefnd: Samþykkt.
• Samgöngu- og fjarskiptanefnd. Samþykkt.
8. Kjör fulltrúa í nefndir.
Kjörnefnd:
Aðalmenn: Ólafur Helgi Ólafsson, formaður, Karl M Kristjánsson, meðstjórnandi, Unnur Sigfúsdóttir, ritari.
Varamenn: Stella Marie Burgess Pétursson, Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Kristján Finnsson.
Veitunefnd:
Lögð niður og fellur inn í Samgöngu- og fjarskiptanefnd.
Viðburða- og menningarmálanefnd: (áður Markaðs-, atvinnu-og menningarmálanefnd):
Aðalmenn:
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, Guðný Ívarsdóttir, Einar Tönsberg.
Varamenn:
Helga Hermannsdóttir, Ásbjörn Morthens, Lárus Vilhjálmsson.
Skipulags- og byggingarnefnd:
Aðalmenn:
G Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason, Maríanna H Helgadóttir.
Varamenn:
Elís Guðmundsson, Magnús Kristmannsson, Karl Magnús Kristjánsson.
Umhverfisnefnd:
Aðalmenn:
Katrín Cýrusdóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Lárus Vilhjálmsson
Varamenn:
Finnur Pétursson, Einar Tönsberg, Karl Magnús Kristjánsson (situr fundi)
Samgöngu- og fjarskiptanefnd:
Aðalmenn:
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Jakobsson, Guðmundur Davíðsson.
Varamenn:
Helgi A Guðbrandsson, Sigurður Ásgeirsson, Jóhanna Hreinsdóttir.
Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd:
Aðalmenn:
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Sigurþór Ingi Sigurðsson, Guðný Ívarsdóttir
Varamenn:
Arna Grétarsdóttir, Helga Einarsdóttir, Elís Guðmundsson.
Almannavarnarnefnd:
Aðalmenn:
Adam Finnson, Karl Magnús Kristjánsson
Varamenn:
Guðmundur Davíðsson og Sigurður Ásgeirsson
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis:
Aðalmaður:
Sigríður Klara Árnadóttir
Varamaður:
Maríanna H Helgadóttir
Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga:
Guðný Ívarsdóttir og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir verða fulltrúar Kjósarhrepps.
Vöktunarnefnd Grundartanga:
Aðalmaður:
Þórarinn Jónsson
Varamaður:
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins:
Formaður og varaformaður Skipulags- og byggingarnefndar.
Fulltrúaráð SSH:
Þórarinn Jónsson og Sigríður Klara Árnadóttir.
Öldungaráð (áður Þjónustuhópur aldraðra):
Aðalmaður:
Jóhanna Hreinsdóttir
Varamaður:
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Stjórn SHH:
Aðalmaður
Karl Magnús Kristjánsson
Varamaður:
Sigríður Klara Árnadóttir
9. Önnur mál:
a. GGÍ gerði grein fyrir stöðu á nýrri heimasíðu.
b. Umsókn um stofnun íbúðarlóðar í landi Eyrarkots
Erindinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
Fundi hreppsnefndar slitið kl 11.26 RHG