Fara í efni

Sveitarstjórn

613. fundur 15. júní 2018 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur

 

Hreppsnefnd  Kjósarhrepps: Fundargerð nr. 182 þann 15. júní  2018

1.    fundur 2018 – 2022

 

Fundur var haldinn í hreppsnefnd Kjósarhrepps föstudaginn 15. Júní 2018 kl. 14:00.

Fundarstaður: Ásgarður

 

Mætt voru: Sigríður K  Árnadóttir, Regína H Guðbjörnsdóttir,  Karl M Kristjánsson, Þórarinn Jónsson og Guðný G Ívarsdóttir. Guðný stjórnaði upphafi fundar.

 

Dagskrá:

 

1.    Kjör oddvita og varaoddvita.

 

a)    Kosning Oddvita.

Tillaga kom fram um Karl Magnús Kristjánsson sem var kjörin með öllum greiddum atkvæðum. Karl M Kristjánsson lagði fram eftirfarandi bókun: Nýkjörin hreppsnefnd færir fráfarandi hreppsnefndarmönnum Guðmundi Davíðssyni, oddvita síðustu 8 ára, og Sigurði Ásgeirssyni, bestu þakkir fyrir mikil og óeigingjörn störf fyrir hreppsnefnd Kjósarhrepps. Vonast hreppsnefndin til að njóta reynslu þeirra í trúnaðarstörfum fyrir hreppinn á næstu árum.

b)    Kosning varaoddvita Tillaga kom fram um Sigríði Klöru Árnadóttur sem var kjörin með öllum greiddum atkvæðum.

c)    Kosning ritara. Kosningu hlaut Regína Hansen Guðbjörnsdóttir með öllum greiddum atkvæðum.

 

Hreppsnefnd samþykkir að fresta dagsskráliðum 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 10 til áframhaldandi fundar þann 28. júní kl: 10:00

 

2.    Ákvörðun um ráðningu sveitarstjóra.

3.    Fundartími hreppsnefndar.

4.    Starfshlutfall oddvita og fyrir setu í hreppsnefnd og nefndum sveitarfélagsins.

5.    Greiðslur fyrir kjörna fulltrúa í hreppsnefnd, nefndarsetur og aðrar trúnaðarstöður á vegum Kjósarhrepps.

6.    Yfirfara samþykkt um stjórn og fundarsköp Kjósarhrepps.

7.    Tillaga að nýjum starfsnefndum og erindisbréfum þeirra.

 

·         Umhverfisnefnd.  Umhverfis- og sorpmál.

·         Félags, æskulýðs og jafnréttismálanefnd og fer hún með málefni félagsþjónustunnar, æskulýðsins og jafnréttismála.

·         Endurskoða málefni/tilveru Veitunefndar.

 

8.    Kjör fulltrúa í nefndir og stjórnir hreppsins:

 

·         Kjörnefnd

·         Veitunefnd

·         Markaðs, atvinnu-og menningarmálanefnd

·         Skipulags-og byggingarnefnd:

·         Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins

·         Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis

·         Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

·         Vöktunarnefnd Grundartanga.

·         Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

·         Fulltrúaráð SSH.

·         Þjónustuhópur aldraðra.

 

 

9.    Önnur mál.

Ákvörðun var tekin að halda Kátt í Kjós í ár.

 

10.Mál til kynningar.

 

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 14:19

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Fundarritari Regína Hansen Guðbjörnsdóttir