Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2018, 3. maí kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 10:30. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.
Mál sem tekin voru fyrir: .
1. Fundargerðir nefnda.
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Samþykkt
Skipulagsnefnd
01. Svanur Kristinsson kt. 210259-2289 og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir kt. 030371-5939, Lækjarbraut 2 Kjósarhreppi 276 Mosfellsbæ óska eftir umsögn skipulagsnefndar um breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Lækjarbraut. Breytingin felur í sér að byggingareitur fyrir bílgeymslu / útihús sem er sunnan við íbúðarhúsið verði flutt neðar í lóðina, nær Lækjarbraut og Hvalfjarðarvegi.
Afgreiðsla: Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
02. Pétur Friðriksson kt. 110260-4749, Æsufelli 4 111 Reykjavík leggur fram fyrirspurn til Skipulagsnefndar varðandi leyfi til að skrá hús sitt Meðalfellsvegi 13A sem íbúðarhús. Spurt er hvort að heimilt verði að gera deiliskipulag aðeins fyrir hans lóð standist hún ofanflóðamat.
Afgreiðsla: Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
03. Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 vegna borgarlínu
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir breytingu á svæðisskipulaginu en bendir á að ef Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að leggja ljósleiðara eftir Kjalarnesinu, hvernig getur hún þá byggt upp borgarlínu fyrir miljarða.
04. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins leggur fram verkefnislýsingu umsagnar vegna breytinga á svæðisskipulagi. Lýsingin tekur til breyttrar afmörkunar vaxtarmarka á Álfsnesi og efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Afgreiðsla: Frestað.
2. Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps vegna árs 2017.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2017.
3. Beiðni um að fá að skrá sig óstaðsett í hús í Kjósarhreppi.
Afgreiðsla: Hafnað.
4. Umsóknir um fjárstyrki vegna útgáfu og listsýningar í Kjós.
Afgreiðsla: Frestað.
5. Bréf til Orkustofnunar um efnistöku í Hvalfirði.
Afgreiðsla: Samþykkt að senda bréfið.
6. Tillaga að nýrri heimasíðu fyrir Kjósarhrepp.
Afgreiðsla: Hreppsnefndarmenn ánægðir með frumdrög að síðunni.
7. Aðalfundur Kjósarveitna ehf., verður haldinn sunnudaginn 13. maí nk.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir samhljóða að Þórarinn Jónsson fengi umboð Kjósarhrepps til að fara með atkvæði hreppsins á aðalfundi hitaveitunnar.
8. Kjósarveitur ehf kt: 590115-1340, óska eftir því að Kjósarhreppur ábyrgist lán allt að kr. 300 milljóna frá Lánasjóði sveitarfélaga til allt að 16 ára. Fyrirhuguð lántaka Kjósarveitna ehf. er vegna endurfjármögnunar á skammtímalánum Kjósarveitna vegna langinu hitaveitu í Kjósarhreppi.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir samhljóða að veita Kjósarveitum ehf ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga með tryggingu í tekjum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórnin samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Kjósarveitna ehf hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að fjárhæð 300.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til lagningar hitaveitu um sveitarfélagið sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Hreppsnefndin skuldbindur hér með Kjósarhrepp sem eiganda Kjósarveitna ehf til að selja ekki eignarhlut sinn í Kjósarveitum ehf til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Kjósarhreppur selji eignarhlut í Kjósarveitum ehf til annarra opinberra aðila, skuldbindur Kjósarhreppur sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Guðnýju G. Ívarsdóttur, kt. 300156-0029, framkvæmdastjóra Kjósarhrepps, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Kjósarhrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
9. Breytt opnun Gámaplansins.
Afgreiðsla: Ákveðið að lengja opnunartíma gámaplansins á sunnudögum til kl 18:00 frá maí til loka ágúst.
10. Kynning frá Slökkviðliði Höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Ingveldur Lára Þórðardóttir skrifstofustjóri komu kl 11:00 og fóru yfir nýja brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.
11. Jón Páll Hilmarsson frá Pacta lögmönnum kom kl 13:00 og var með kynningu á hinum nýju persónuverndarlögum sem taka eiga gildi nú í maí.
12. Önnur mál
13. Mál til kynningar
a. Bréf frá sumarhúsafélaginu við Meðalfellsvatn.
b. Bréf frá Ólöfu og Eygló Þorgeirsdætrum fyrir hönd Bílfells og Steinunni Hilmarsdóttur vegna beiðni sumarhúsafélagsins í Norðurnesi um uppsetningu á rafmagnshliði inn í Norðurnesið.
c. Bréf vegna lokunar Ósbrautar við Meðalfellsvatn.
Fundi hreppsnefndar slitið kl 15:30 GGÍ