Fara í efni

Sveitarstjórn

608. fundur 05. apríl 2018 kl. 09:06 - 09:06 Eldri-fundur

               

Kjósarhreppur

Árið 2018, 5. apríl  kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir: .

 

1.      Arna G Tryggvadóttir endurskoðandi hjá PWC kom kl 13:20 og kynnti ársreikning   Kjósarhrepps vegna árs  2017. Hagnaður af A hluta eru rúmar  kr. 29 miljónir króna og af A og B hluta til samans tæpar 14 miljónir króna. Eignir Kjósarhrepps í árslok 2017 eru nú komnar í 1.038.805.000.

Afgreiðsla: Fyrri umræða hefur farið fram og vísað til þeirrar seinni.

 

2.      Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040

Afgreiðsla: Vísað til skipulagsnefndar.

 

3.      Breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 –Verkefnislýsing

Afgreiðsla: Vísað til skipulagsnefndar.

 

4.      Kauptilboð lagt fram  í lóðirnar Lækur 6 og Lækur 7 í landi Möðruvalla 1.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að ganga frá sölu og afsali lóðanna samkvæmt umboði.

 

5.      Þróunarfélag Grundartanga, Grundartangi ehf býður Kjósarhrepp að vera með í þessu sjálfstætt starfandi þróunarfélagi sem  hefur að markmiði að sameina krafta sveitarfélaga og annarra  við Hvalfjörð um uppbyggingu þar og umhverfisvernd. Kjósarhreppur sá sér ekki fært í upphafi að vera með þegar félagið var stofnað.

Afgreiðsla: Kjósarhreppur ákveður að þyggja boðið og vera með.

 

6.      Önnur mál

 

a.      Þórarinn Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:

 

Vísað er til hreppsnefndarfundar þann 19. janúar 2017, 4. dagskrámál: Kjaramál nefndarmanna.

Fram kemur í fundagerðinni að meirihluti hreppsnefndar hafi samþykkt að styðjast áfram við þingfarakaup og þar með að hækka laun hreppsnefndar og sveitarstjóra um 45 % samkvæmt ákvörðunar Kjaradóms.

Að gefnu tilefni vill undirritaður árétta, þar sem það kom ekki fram í fundargerðinni, að hann var mótfallin samþykkt meirihluta hreppsnefndar.

 

7.      Mál til kynningar

a.      Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2018

b.      82. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins haldinn 2. mars 2018

 

 

Fundi hreppsnefndar slitið kl  16:00       GGÍ