Fara í efni

Sveitarstjórn

601. fundur 14. desember 2017 kl. 10:24 - 10:24 Eldri-fundur

              

Kjósarhreppur

Árið 2017, 14. desember kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 20. nóvember.

a.      Byggingarmál

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

b. Skipulagsmál:

01.       Kristinn Ragnarsson arkitekt óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í landi Háls Raðahverfi.

Óskað er eftir breytingunni fyrir hönd eiganda Stampa 5, Haraldar Karls Reynissonar kt. 090668-4399 Laxatungu 25, 270 Mosfellsbæ og Stampa 13, Guðna Birgis Sigurðssonar kt. 030162-5019 Snorrabraut 36, 105 Reykjavík. Breytingin sem óskað er eftir er að deiliskipulagsskilmálum verði breytt í þá veru að 400 m3 hámarks byggingamagni á lóð verði 600 m3 eftir breytingu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

02.       Kristján Finnsson kt. 230744-3949 Grjóteyri Kjós, 276 Mosfellsbæ óskar  eftir að lóðin Ósbraut 14 verði stækkuð eins og kemur fram á lóðarblaði.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

2.      Forsendur fjárhagsáætlunar 2018

Afgreiðsla: Útsvarsprósenta verður óbreytt 12.53% + 1,25 vegna málaflokks fatlaðra, samtals  13,73%. Álagningaprósenta fasteignagjalda íbúðar- og sumarhúsa lækka úr  0,5 í  0,4.   Sorpgjöld verða hækkuð. Viðmið um tekjutengdan afslátt fasteignagjalda á eigin íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega hækka verulega. Heimgreiðslur, frístunda- og akstursstyrkir verða óbreyttir.

 

3.      Seinni umræða um fjárhagsáætlun 2018

Afgreiðsla: Fjárhagsáætlun vegna ársins samþykkt en í henni er gert ráð fyrir tekjuafgang upp á rúmar 40 miljónir króna.

 

4.      Seinni umræða um áætlanir 2019, 2020 og 2021.

Afgreiðsla: samþykkt.

 

5.      Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

6.      Drög að aðalskipulagi Kjósarhrepps 2016-2028

Afgreiðsla: Hreppsnefnd  samþykkir að aðalskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og hún eftir atvikum auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga að fengnum athugasemdum stofnunarinnar.

 

7.      Tilboð frá leigutökum lóðarinnar Flóðatanga um kaup á lóðinni eða áframhaldandi leigu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir aframhaldandi leigu lóðarinnar um 25 ár og gerður nýr samningur þar um.

 

8.      Mál til kynningar

a.      Minnisblað svæðisskipulagsnefndar

b.      Nýr verksamningur við Ferðaþjónustuna Hjalla ehf

c.       Frá Kjósarveitum.

Lagningu dreifikerfis hitaveitu Kjósarhrepps lauk formlega 12. desember 2017 og þar með 2ja ára verkefni einungis tveim vikum eftir áætluð verklok, sem telst ekki mikið á jafn viðamiklu verkefni.

Hörður Úlfarsson og hans menn hjá Gröfutækni ehf komu síðustu heimtauginni í jörð sl. föstudag.

Jón Ingileifsson og hans hópur hjá Magnúsi Ingberg Jónssyni ehf lauk sínum verkhluta um miðjan október. Þeir tóku í kjölfarið til við að leggja 10 heimtaugar sem voru komnar á biðlista og luku þeirri vinnu fyrir októberlok.

Næsta vor verður farin lokaúttekt á framkvæmdasvæðinu til að sjá hvernig jarðvinnan kemur undan vetri.

 

93% íbúðarhúsa í Kjósinni sóttu um hitaveitu og eru komin með lagnir upp að húsum hjá sér, núþegar eru 70% þeirra farin að njóta hitaveitunnar.

Varðandi frístundahúsin í Kjósinni, þá sóttu 73% þeirra um hitaveitu og er farið að renna heitt vatn um 35% af þeim.

Margir eru að bíða eftir pípulagningarmönnum til að klára innanhúslagnir hjá sér, mikill uppgangur er í þjóðfélaginu og því víðar beðið eftir iðnaðarmönnum en í Kjósinni.

 

Verkís ehf hefur sinnt kostnaðareftirliti með framkvæmdinni, haldinn var síðasti verkfundur með þeim 13. desember og hafa kostnaðaráætlanir staðist.

Eina sem ekki hefur staðist eru gefin fyrirheit ríkisins um styrk vegna lagningar hitaveitu á rafhituðu svæði skv. lögum nr. 78/2002. Þessa dagana er verið að leggja fram ný fjárlög á Alþingi og er samþykki þeirra beðið með eftirvæntingu.

 

 

Fundi slitið kl 16:00    GGÍ