Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2017, 07. september kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.
Sigurður Ásgeirsson(SÁ) er erlendis og Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ) boðaði forföll.
Varamenn boðaðir en höfðu ekki tök á að mæta
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 21. ágúst.
Byggingarmál
Afgreiðsla: Staðfest.
Skipulagsmál
01. Lóa Sigríður Hjaltested 020858-2069, Karfavogi 43, 104 Reykjavík óska eftir því við hreppsnefnd Kjósarhrepps að frístundahúsið Flekkudalur nr. 1, (fn. 232-7261) verði skráð sem íbúðarhús og lóðin íbúðarhúsalóð.
Afgreiðsla: Vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulagsins.
02. Lóðarhafar við Þorláksstaðaveg 1 – 5 í landi Meðalfells óska eftir að svæðið sem lóðirnar standa á sem nú er deiliskipulagt sem frístundasvæði verði breytt í íbúðarsvæði við endurskoðun á aðalskipulaginu.
Afgreiðsla: Vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulagsins.
2. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni sem hann ritar fyrir hönd og í umboði landeigenda eftirtalinna lóða: Lækir, Trana og Sel. Í bréfinu mótmælir hann harðlega samþykkt hreppsnefndar frá 6. júlí um að heimila sumarhúsahverfinu í Norðurnesi um að setja upp rafmagnshlið á veginn inn í hverfið. Bréf kom einnig frá eigendum Bílfells sama efnis.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að boða landeigendur og stjórn sumarhúsafélagsins til fundar í Ásgarði laugardaginn 30. september og fara yfir málið.
3. Fjallskil í Kjósarhreppi 2017
Afgreiðsla: Ákveðið var að fyrri rétt verði sunnudaginn 17. september kl 15:00 og seinni sunnudaginn 8. október kl 15:00.
4. Reglur um fjárhagsaðstoð í Kjósarhreppi. Afgreiðsla: Drög að nýjum reglum samþykkt frá og með 1. okt 2017 og sveitarstjóra falið að klára málið.
5. Umsóknir um skráningu “óstaðsett í hús” í Kjósarhreppi. Fyrir liggur núna umsóknir frá tveim fjölskyldum sem búsettar eru í sumarhúsum við Eyrar í Eilífsdal.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd hafnar umsóknunum en bendir jafnframt á að hægt er að óska eftir að breyta sumarhúsalóðum í íbúðarhúsalóðir þar sem aðstæður eiga vel við.
6. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Leiðarljóss og Jón Páll Hilmarsson hdl frá Pacta lögmönnum komu á fundinn um kl 15:00 og fóru yfir reglumál varðandi ljósleiðaralagningu í hreppnum. Einnig var farið yfir verkstöðuna og hvernig tengingum verði komið á inn á kerfi hreppsins.
7. Mál til kynningar
a. Átta mánaða uppgjör Kjósarhrepps.
b. Staða innheimtu á fasteingagjöldum.
c. Fjárhagsstaða Leiðarljóss ehf.
d. Kjósarskarðsvegur. Vinna við burðarlag og klæðingu á Kjósarskarðsvegi þokast áfram. Nýlega var klárað að leggja klæðingu niður að bílastæðinu við Þórufoss. Þannig að nú er komin klæðning á veginn frá Þingvallaheiði langleiðina að Fremri Hálsi í Kjós.
Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni verður, föstudaginn 8. september nk, auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls. Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.
Verklok 1.október 2018. Tilboð verða opnuð 26.september nk.
Verður það virkileg samgöngubót þegar þessi mikilvægi vegur verður orðinn ökuhæfur.
Fundi slitið kl 17:00 GGÍ