Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2017, 01. júní kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Markaðsnefndin frá 16. maí
Afgreiðsla: Samþykkt
b. Markaðsnefndin frá 30. maí
Afgreiðsla: Samþykkt.
c. Skipulags- og byggingarnefnd frá 31. maí.
Byggingarmál
Afgreiðsla: Staðfest.
Skipulagsmál
01.Tekin til umfjöllunar tillaga að breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir aðefnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við Hækingsdal. Magn efnis úr námunni er allt að 45,000 m3. Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa hafa veitt umsögn um fyrirhugaða efnistöku og er lýsing svæðis og umhverfisáhrif að nokkru byggt á henni.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem óverulega og felur skipulagsfulltrúa að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar, samkvæmt 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010
02. Tekin var fyrir samkvæmt 2.mgr. 40.gr skipulagslaga nr.123/2010 deiliskipulagslýsing vegna breyttrar landnotkunar í landi Eilífsdals. Í lýsinguni kemur fram að „markmið með deiliskipulaginu sé að afmarka annars vegar íbúðarhúsalóð og hinnsvegar alifugla- og fjárhúsalóð og móta umgjörð um breytta notkun á alifuglahúsi, en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.“
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir drög að lýsingu á deiliskipulagi og senda hana til skoðunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010
03. Tekið var fyrir erindi frá Guðmundi Davíðssyni og Svanborgu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn Skipulagsnefndar að breyta hluta landsvæðis sem skráð er sem frístundasvæði í landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Guðmundur víkur af fundi.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd heimilar aðalskipulagsbreytingu.
2. Borun eftir köldu vatni við Félagsgarð
Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að skoða málið frekar.
3. Tilnefna fulltrúa Kjósarhrepp í svæðisráð fyrir Höfuðborgarsvæðið sem er að vinna að DMP verkefni. DMP stendur fyrir Destination Management Plan og er í raun sameiginleg stefnuyfirlýsing fyrir ferðaþjónustuna (fyrir allt landið) sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu innan skilgreindra svæða í fyrirfram ákveðin tíma.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að skipa ekki fulltrúa í ráðið að sinni.
4. Guðmundur Daníelsson hönnuður sem hreppsnefnd réð til að ljúka við hönnun ljósleiðarans mætti á fundinn kl 14:00 og fór yfir stöðu mála.
5. Önnur mál
6. Mál til kynningar
Fundi slitið kl 15:00 GGÍ