Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2017, 4. maí kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 14:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ) boðaði forföll, Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Drög að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Breytingin tekur til efnistökusvæðis E22. Gert er ráð fyrir að efnistökusvæðið, sem nú er í farvegi Laxár við Hlíðarás verði fært í farveg Þverár við Hækingsdal. Svæðið í farvegi Þverár eru ógrónar áreyrar nokkuð ofan þess sem Þverá fellur í Laxá. Aðalskipulagsbreytingin verður unnin og afgreidd skv. 2.mgr. 36.gr Skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd Kjósarhrepps.
2. Anna Sigríður Hólmsteinsdóttir Kt. 161052-2809, Berjabraut 17 sækir um samþykki Kjósarhrepps til að fá sig skrásetta „óstaðsett í hús“ í Kjósarhreppi.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir skráninguna.
3. Fyrri umræða um ársreiknig Kjósarhrepps vegna ársins 2016. Arna G. Tryggvadóttir frá PWC kom kl 15:00 og fór yfir reikningana.
Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu.
4. Önnur mál
5. Mál til kynningar
Næsti fundur ákveðinn 15. maí.
Fundi slitið kl 17:15 GGÍ