Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2017, 6. apríl kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:45. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir
a. Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefndar frá 3. apríl.
Afgreiðsla: Samþykkt.
b. Skipulags- og byggingarnefndar frá 5.apríl.
Byggingarmál.
Guðmundur Davíðsson vék af fundi undir lið 1.
Afgreiðsla: Staðfest.
Skipulagsmál
a. Tekin var fyrir umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr árfarvegi Þverár í landi Hækingsdals. Efnistakan er að hámarki 45,000 m3 Afgreiðsla. Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið frekar.
b. Tekin var til afgreiðslu fyrirspurn um afstöðu skipulagsnefndar vegna fyrirhugaðrar stækkunar sumarhúss við Eyjavík 9 í landi Eyjar 2. Lóðin er á deiliskipulögðu svæði og er þessi stækkun ekki í samræmi við skipulagið. Óskað er eftir að eftir að skipulagsbreytingin verð afgreidd sem óveruleg breyting á deiliskipulagi. G Oddur Víðisson vék af fundi. Afgreiðsla: Hafnað.
2. Erindi frá sumarhúsafélaginu í Norðurnesi, sem óskar eftir leyfi Kjósarhrepps til að setja upp rafmagnshlið til að loka á almenna umferð um veginn sem liggur upp meðfram Trönudaldá og inn í sumarhúshverfið, Norðurnes og áfram inn Svínadal.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um fyrir liggi staðfest samþykki landeigenda og Samgönguráðuneytisins um lokun vegarins.
3. Drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Afgreiðsla: Kjósarhreppur gerir ekki athugasemd.
4. Drög að breyttum opnunartíma endurvinnsluplansins. Lagt er til að opnunartími á sunnudegi eða mánudegi þegar er löng helgi verði frá kl 16:00-20:00 til reynslu.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breyttan opnunartíma frá og með 1. maí til reynslu í sumar.
5. Sorpmál. Kostnaður á förgun og söfnun sorps er orðinn mikill í Kjósarhreppi og eru megin ástæður tvær.
· Á síðustu tveim árum hefur komið í ljós við losun á rúlluplastgámum að notendur eru einnig að nota gámana fyrir almennt sorp og grófan úrgang. Safnið hefur verið fellt í þrígang og í staðinn fyrir að hreppurinn fá greitt fyrir plastið þá þarf sveitarfélagið að greiða fyrir losun og förgun eins og um „grófan úrgang“ væri að ræða. Síðast við síðustu losun.
· Gámarnir sem staðsettir eru í og við frístundahúsahverfin og við Kiðafell eru einnig kostnaðasamir en í þá er líka verið verið að henda miklu magni af grófum úrgangi, þó að þessir gámar séu aðeins fyrir heimilissorp.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd lýsir áhyggjum sínum yfir þróun á sorpmálum hreppsins og þá sérstaklega hversu erfitt er að fá fólk til að flokka rétt og nýta þá þjónustu sem í boði er- endurvinnsluplanið við Hurðarbaksholt. Hreppsnefnd mun láta fylgjast með flokkun á þessum stöðum og grípa til aðgerða ef ekki verður bætt úr.
6. Önnur mál
a. Tilnefna þarf fulltrúa á aðalfund Kjósarveitna ehf. þann 28. apríl nk.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd tilnefnir Þórarinn Jónsson
7. Mál til kynningar
a. Fundargerð SSH nr. 240 og 241.
b. Samningur Vegagerðarinnar og Hvítaness efh um efnistöku í námunni Snasa í landi Hvítaness.
c. Fundargerð Leiðarljóss ehf frá 6. apríl.
Fundi slitið kl 15:15 GGÍ