Fara í efni

Sveitarstjórn

580. fundur 09. mars 2017 kl. 13:12 - 13:12 Eldri-fundur

Árið 2017, 9. mars kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin voru fyrir:   

1.      Fundargerðir

a.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefndar frá 6. febrúar.

       Afgreiðsla: Lögð fram.

 

b.      Skipulags- og byggingarnefndar frá 1. mars.

Byggingarmál

Afgreiðsla: Staðfest.

 

Skipulagsmál

Með tilvísan í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram tillaga að verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Lýsingin, sem dags. er í febrúar 2017 nær til hágæðakerfis almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlínu. Með Borgarlínu verður til skilvirkur valkostur í samgöngum, þar sem íbúar geta nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og ferðast fljótt um höfuðborgarsvæðið.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

2.      Félagsgarður-leigutaki

Afgreiðsla: Meiri hluti hreppsnefndar samþykkir að ganga til samninga við Einar Tönsberg á forsendum umræðna á fundinum. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.

 

3.      Ljósleiðari.  Áhugakönnun var sett á www.kjos.is og lýkur henni 10. mars.

Afgreiðsla: Góð þátttaka hefur verið í könnunni og er 100% áhugi á að taka inn ljósleiðara hjá íbúðarhúsaeigendum og rúm 80% hjá frístundahúsaeigendum.

 

4.      Önnur mál

a.      Hreppsnefnd ákveður að leita leiða til að setja setja skipulagðar lóðir hreppsins í Norðurnesi í söluferli.

5.      Mál til kynningar.

a.      Hitaveita- staða á tengingum. Búið er að hleypa vatni inn í 8 íbúðarhús, 1 atvinnuhúsnæði og 25 frístundahús. Vinna hefst við næsta áfanga lagningu veitunnar eftir páska og er það áfanginn frá Hálsenda að borholu.

b.      Ragnheiður Þorgrímsdóttir formaður Umhverfisvaktarinna við Hvalfjörð ásamt tveim félögum mættu á fundinn  kl 16:00 og fóru yfir það sem þær eru að vinna að í Umhverfisvaktinni. 

 

Fundi slitið kl  16:50   GGÍ