Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2017, 2. febrúar kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Bókhald Kjósarhrepps – verksamningur við PWC.
Afgreiðsla: Verksamningur er samþykktur til undirritunar.
2. Ljósleiðari - áætlað verð á tengigjaldi.
Afgreiðsla: Að öllu óbreyttu mun verð á tengigjaldi verða um kr.250.000.-
3. Félagsgarður- leigutaki. Tveir hafa sýnt áhuga á að leigja húsið. Þeir munu mæta á hreppsnefndafund og kynna hugmyndir sínar með húsið. Fulltrúi frá Hreggnasa kl 14:00 og Einar Tönsberg kl 15:00.
Afgreiðsla: Ákvörðun frestað til næsta fundar.
4. Fundur með Landsneti kl 16:00. Landsnet boðaði til fundar með landeigendum, hreppsnefnd, veitunefnd og skipulagsnefnd Kjósarhrepps til að kynna hugmyndir að styrkingu á Brennimelslínu og drögum að matsáætlun vegna þess, það er að segja þeim hluta sem fer um sveitarfélagið. Góð mæting var á fundinn af hálfu landeigenda, hrepps- og veitunefndar.
5. Mál til kynningar.
a. Staða innheimtu á fasteignagjöldum.
Fundi slitið kl 15:50 GGÍ