Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 8. desember, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Kl 13:00 mæta á fundinn Guðbjörg R Jóhannesdóttir ásamt félögum í hópnum “landslag og þáttaka“ sem er þverfaglegur landslagsrannsóknarhópur sem er að vinna verkefni í Kjósarhreppi. Þær kynntu fyrir hreppsnefnd hvernig þær sjá fyrir sér að vinna verkefnið og fengu nánari upplýsingar um endurskoðun aðalskipulagsins.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefndarinnar frá 14. nóvember. Afgreiðsla: Lögð fram.
b. Fundargerð Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefndarinnar frá 28. nóvember. Afgreiðsla: Lögð fram.
b. Skipulags- og byggingarnefndar frá 28. nóvember.
Byggingarmál Afgreiðsla: Staðfest.
Skipulagsmál Afgreiðsla: Lögð fram.
2. Fjárhagsáætlun 2017 seinni umræða. Afgreiðsla: Fjárhagsáætlun samþykkt með tekjuafgangi upp á ca 10.miljónir.
3. Fjárhagsáætlun 2018,2019,2020. Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu.
4. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 2017. Afgreiðsla: Samþykkt.
5. Ljósleiðarinn í hlutafélag. Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að stofna einkahlutafélag um ljósleiðarann.
6. Önnur mál.
a. Launahækkun Kjararáðs. Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að bíða eftir ákvörðun Alþingis.
7. Mál til kynningar.
a. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28. nóvember.
Fundi slitið kl 15:50 GGÍ