Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 6. október, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 16:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 3. október.
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Staðfest.
Skipulagsnefnd
Afgreiðsla: Lagt fram.
b. Fundargerð nefndar um endurskoðun aðalskipulagsins. Ákveðið að halda opinn íbúafund í Ásgarði 1. nóvember kl 16:00-18:00 og kynna drög að lýsingu skipulagsins.
Afgreiðsla: Staðfest.
2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
3. Beiðni frá Lóu Sigríði Hjaltested um að breyta húsi sínu við Flekkudalsveg 1 í íbúðarhús og lóðinni í íbúðarhúsalóð.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd sendir málið til umsagnar skipulagsnefndar.
4. Önnur mál.
5. Mál til kynningar
a. Fundur heilbrigðisnefndar frá 21.09.
c. Kröfuyfirlit fasteignagjalda 6. október 2016.
d. Átta mánaða uppgjör Kjósarhrepps 2016.
e. Svarbréf til eftirlitsnefndar og til Lögron lögfræðiskrifsstofu.
f. Upplýsingar um meðferð kjörskrárgagna.
g. Skýrsla Eflu um hljóðvist á Grundartanga.
Næsti fundur 27. Október? Staðfesta kjörskrá.