Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 7. júlí, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda.
a. Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefndar frá 4. júlí.
Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt.
b. Skipulags- og byggingarnefnd frá 6. júlí
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Lögð fram. Sk ipulagsnefnd
Tekin er til endanlegrar afgreiðslu aðalskipulagsbreyting á 14,3 ha og deiliskipulagstillaga á svæðum (A2 og A3) vegna hitaveituframkvæmda í landi Möðruvalla 1 samkvæmt 2.málsgr.32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einni lóð með tveimur byggingareitum (A2 og A3) fyrir athafnastarfsemi í landi Möðruvalla. Starfsemin tengist tveim borholum með heitt vatn. Á athafnasvæði A2 er gert ráð fyrir borholuhúsi, gasskilju í sívölum stáltank og allt að 100 m2 dælu- og aðstöðuhúsi. Á athafnasvæði A3 verður einungis gert ráð fyrir borholuhúsi. Aðkoma er frá Meðalfellsvegi.
Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust á umsagnartímanum og samþykkir hreppsnefnd að senda aðalskipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar samkvæmt 3.málsgr.32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til athugunar og að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna í B-deild stjórnartíðinda samkvæmt 3.málsgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 .
2. Bréf frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna náttúruperlanna Búðarsands og Maríuhafnar í Hvalfirði.
Afgreiðsla: Lagt fram og sveitarstjóra falið að svara bréfinu.
3. Önnur mál.
a. Lagður er fram undirritaður leigusamningur Kjósarhrepps við Kjósarveitur ehf. vegna útihúsa á Möðruvöllun 1.
Næsti fundur verður 8. september.
Fundi slitið kl 14:20 GGÍ