Fara í efni

Sveitarstjórn

548. fundur 12. maí 2016 kl. 16:04 - 16:04 Eldri-fundur

      

Kjósarhreppur

Árið 2016, 12. maí, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ)

Mál sem tekin voru fyrir:  

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 3. og 11. maí

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðirnar. Fagnar hreinsunardeginum og ákveður að styrkja hann.

 

2.      Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps vegna ársins 2015 en þar kemur fram að rekstrarniðurstaða ársins er kr. 20.408.000.-  

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ársreikninginn.

 

3.       Veisluhúsið ehf, óskar eftir  áframhaldandi leigu á Félagsgarði en samningurinn rennur út 1. nóvember 2016,  með uppsagnarákvæði fyrir 1. september.

Afgreiðsla: Oddvita falið að ganga frá málinu í samræmi við samþykkt fundarins.

 

4.      Bréf frá Halldóri Halldórssyni formanns reiðveganefndar LH. um takmörkun umferðar vélknúinna tækja eftir reiðleiðinni um Svínaskarð.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd heimilar reiðveganefnd LH að setja upp skilti sem bannar umferð þessara farartækja.

 

5.      Samkomulag um afnot af landi Möðruvalla 1 vegna lagningu hitaveitu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps sem fer með eignarhald á Möðruvöllum 1 samþykkir að skrifa undir samning við Kjósarveitur um afnot af landi Möðruvalla 1 um lagningu hitaveitu- og ljósleiðararöra  þar um.

 

6.      Aðgengi hjólastóla inn í Ásgarð.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að klára málið.

 

7.      Svar við bréfi frá Veiðifélagi Kjósarhrepps, sem var lagt fram á hreppsnefndarfundi nr. 147, þann 3. mars sl.

Afgreiðsla:  Óskað var eftir umsögn Veiðimálastofnunar. Umsögnin barst 6.maí sl. og voru niðurstöður Veiðmálastofnunar eftirfarandi:

„Hugsanleg áhrif á vatnalíf í ám og lækjum sem taka við heitu affallsvatni líkt og kynnt eru í þessu minnisblaði geta helst verið:

1.      Hiti – áhrif afrennsli hitaveituvatns verða líklega staðbundin, einkum næst útrásum. Mikilvægt er að staðið verði þannig að framkvæmdinni að affallið nái að kólna áður en það rennur út í ár eða læki til að lágmarka skaðleg áhrif á vistkerfi vatnsins.

2.      Efni – Borholuvökvinn hefur hærri styrk uppleystra efna en almennt má finna í straumvatni. Reikningar sýna að blöndun borholuvökvans við vatnið í Laxá í Kjós veldur mikilli þynningu, þannig að ólíklegt er að lífríki í Laxá í Kjós stafi ógn af uppleystum efnum vegna þess.   

 

Nauðsynlegt er að fylgst sé með hita affallsvatns frá borholum og híbýlum á meðan á framkvæmd stendur og eftir að starfsemi hitaveitunnar verður komin af stað og þess gætt að vatn yfir 20°C fari ekki út í árnar. Einnig er mikilvægt að tekin verði sýni af uppleystum efnum í vatni í Laxá í Kjós neðan við áhrifasvæði hitaveitunnar til að fylgjast með þróun á því svæði.

 

8.      Kjósarhreppur er eigandi alls hlutafjár í Kjósarveitum ehf. og hefur lagt til hlutafé að fjárhæð kr. 168.000.000,- og að auki gengist í ábyrgð fyrir félagið að höfuðstól kr.  70.000.000,-  Það er ein af skyldum  hreppsnefndarmanna að fylgjast með hvort framkvæmda- og fjárhagsáætlanir í Kjósarveitum ehf. standist en veitan er í B-hluta í  ársreikningi Kjósarhrepps.

Þess vegna er óskað eftir að eftirfarandi  liggi fyrir á fundinum:

a.   Vel sundurliðuð framkvæmda- og fjárhagsáætlun Kjósarveitna vegna áætlaðra framkvæmda ársins 2016.

b.   Fundargerð aðalfundar Kjósarveitna ehf.

Afgreiðsla: Lagt fram, farið yfir og kynnt.

 

9.      Hreppsnefnd geri samþykkt um að gerður verði leigusamningur við Kjósarveitur ehf. um útihúsin á Möðruvöllum 1. 

Afgreiðsla: Ákveðið í samráði við Kjósarveitur.

 

10.  Þá samþykkir hreppsnefnd að óska eftir að árshlutauppgjör fyrir Kjósarveitur ehf. verði kynnt fyrir hreppsnefnd tvisvar eða fjórum sinnum á ári.

Afgreiðsla: Ákveðið að lagt verði fram á sex mánaða fresti

                                                                                                                              

11.  Önnur mál. 

 

12.  Mál til kynningar.

 

a.   Reikningar Kjósarhrepps vegna ársins 2016 eins og staðan er í dag.

b.   Fundargerð heilbrigðisnefndar 27. apríl og gjaldskrá fyrirtækja.

c.   Laxá í Kjós –efnistaka.

d. Erindi til umræðu í sveitarstjórnum.

 

 

 

Fundi slitið   15:40    GGÍ