Fara í efni

Sveitarstjórn

546. fundur 14. apríl 2016 kl. 16:24 - 16:24 Eldri-fundur

      

Kjósarhreppur

Árið 2016, 7. apríl, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ)

Fundi frestað kl. 15:00 og verður aftur fram haldið fimmtudaginn 14. apríl kl. 13:00.

Framhald fundar 14. apríl kl 13:00 og samþykkt að bæta inn í dagskrá lið 6, fyrri umræða um ársreikning Kjósarhrepps vegna ársins 2015 og lið 10, styrkur til ljósleiðaravæðingar.

Mál sem tekin voru fyrir:  

1.      Fundargerðir nefnda.

 

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 6. apríl.

Byggingarnefnd.

Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt.

 

Skipulagsnefnd.

Lögð er fram deiliskipulagstillaga í landi Möðruvalla 1. Tillagan er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem samþykkt var á hreppsnefndarfundi 3. mars 2016. Deiliskipulagstillagan er skilgreind sem ein lóð með tveim byggingareitum fyrir athafnasvæði í landi Möðruvalla 1. Skipulagssvæðið er í heild 14,3 ha. og er aðkoma frá Meðalfellsvegi (461). Á athafnasvæði (A2) er gert ráð fyrir borholuhúsi, gasskilju í sívölum stáltank og allt að 65 m2 dælu- og aðstöðuhúsi. Á athafnasvæði (A3) er einungis gert ráð fyrir borholuhúsi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagstillögunni, þar sem dælu- og aðstöðuhús verði allt að 100m2 . Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samhliða aðalskipulagsbreytingunni  samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.      Umsókn um styrk kr. 110.000.- frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir styrk kr. 100.000.-

 

3.      Bréf frá Veisluhúsinu ehf, ósk um viðræður við hreppsnefnd um áframhaldandi leigu á Félagsgarði en samningurinn rennur út 1. nóvember 2016,  með uppsagnarákvæði fyrir 1. september.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tók vel í málið og oddvita falið að hafa samband við forsvarsmenn Veisluhússins.

 

4.      Grundartangi þróunarfélag.  Ætlar Kjósarhreppur að vera með?.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd telur það ekki þjóna hagsmunum Kjósarhrepps að taka þátt í Þróunarfélagi við Grundartanga og ákveður að standa utan við þennan félagsskap að sinni .

 

5.      Vatnsveita í Norðurnesi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að bjóða stjórn Sumarhúsafélags Norðurnes á sinn fund til viðræðna um málið.

 

6.      Fyrri umræða um ársreikning Kjósarhrepps vegna ársins 2015. Arna G. Tryggvadóttir endurskoðandi hjá PWC mætti á fundinn, fór yfir og skýrði reikningana.

Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu.

 

7.      Kátt í Kjós.

Afgreiðsla: Ákveðið á Kátt í Kjós verði 16. Júlí 2016. Nánari útfærslu á viðburði og framkvæmd vísað til markaðsnefndar.

 

8.      Tillaga að Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

 

9.      Banna eða takmarka lausagöngu hunda í Kjósarhreppi frá 1. maí til 1. nóvember. Lögð er fram drög að samþykktum hreppsins  þar um.

Afgreiðsla: Frestað

 

10.  Ísland-ljóstengt. Samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2016. Kjósarhreppi býðst styrkur kr. 8.000.000.- árið 2016.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir samninginn.

                                                                                                                              

11.  Önnur mál. 

 

12.  Mál til kynningar.

 

a.      Ársreikningur SSH vegna ársins 2015.

b.      Kjósarhrepp synjað um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna.

 

Fundi slitið    16:00    GGÍ