Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 30. mars, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til aukafundar í Ásgarði kl.
16:40. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ)
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Til fundarins var boðað með dagskrá til að fjalla um eitt mál sem er fyrirhuguð hlutafjárhækkun í Kjósarveitum ehf. Stjórn Kjósarveitna ehf. hefur ákveðið að leggja fram þá tillögu á hluthafafundi í félaginu, sem haldinn verður síðar í dag, að hækka hlutafé félagsins úr kr. 500.000,- í kr. 168.000.000 með áskrift nýrra hluta. Hreppsnefndarmönnum hafa verið kynntar forsendur tillögunnar og lagðar hafa verið fram við hreppsnefnd skýrslur stjórnar Kjósarveitna ehf. um fjárhag félagsins, auk lögboðinna sérfræðiskýrslna og gagna sem liggja skulu frammi fyrir ákvörðun um slíka hækkun á hlutafé. Kjósarhreppi, sem er eigandi alls hlutfjár í Kjósarveitum ehf. hafa verið kynntar þær reglur sem farið verður eftir verði hlutafjárhækkunin samþykkt, að því er tekur til forgangsréttar til áskriftar hluta og um greiðslu fyrir hluti með öðru en peningum.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir með öllum atkvæðum hreppsnefndarmanna að krefjast þess á boðuðum hluthafafundi í Kjósarveitum ehf. að skrifa sig fyrir allri hlutafjárhækkuninni í samræmi við forgangsrétt sveitarfélagsins til áskriftar á nýjum hlutum og samþykkir jafnframt að bjóða strax fram á hluthafafundinum greiðslu fyrir hlutafjárhækkunina með verðmæti fasteignarinnar Möðruvellir, hitaveita, fastanr. 235-5862, sem metin er á kr. 35.000.000,- með skuldajöfnuði við Kjósarveitur ehf. að fjárhæð kr. 11.713.575,- og með framsali á öllum eignfærðum verðmætum vegna hitaveituframkvæmda í reikningum Kjósarhrepps, sem metin eru að kostnaðarvirði kr. 120.786.425,-
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 16:55 GGÍ