Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 3. mars, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 13:20. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ)
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Veitunefnd frá 17. febrúar
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram.
b. Skipulags- og byggingarnefnd frá 2. mars
Skipulagsmál
a. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til landnotkununar í landi Möðruvalla 1, á tveimur svæðum, annars vegar mun 0,5 ha af svæði frístundabyggðar(F15c) og hins vegar 0,4 ha af svæði landbúnaðar breytast í athafnasvæði(A2) vegna fyrirhugaðar veituframkvæmda. Svæðin tengjast tveim borholum með heitt vatn.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir þessa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar s.b.r. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna s.b.r. 31.gr. sömu laga.
b. Janis Garavaldi kt. 140475-3359 og Gabriele Falco kt. 190373-2589 eigendur fasteignarinnar Fálkahreiður lnr. 219789 í landi Flekkudals óska eftir að skráningu hússins verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að breyta skráningu hússins.
2. Drög að svari bréfs frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsettu 12. febrúar 2016 . Efni: fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2016-2019 og skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir svarbréfið.
3. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, miðborgin og sem felst í starfsemi við götuhliðar.
Afgreiðsla:Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd.
4. Jón Gíslason fyrir hönd Háls-tak ehf sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu á Búðarsandi í landi Háls.
Afgreiðsla: Þórarinn víkur af fundi. Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfið að undangengnum skilyrðum.
5. Jafnréttisáætlun Kjósarhrepps 2016-2019-drög.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að senda drög að jafnréttisáætlun Kjósarhrepps Jafnréttisstofu til yfirlestrar.
6. Bréf frá Veiðifélagi Kjósarhrepps þar sem kallað er eftir upplýsingum um áhrif magns, efnainnihalds og hita affalsvatns fyrirhugaðrar hitaveitu á líríki vatnasvæðis Laxár og Bugðu.
Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra veitumála falið að leita umbeðinna gagna og svara bréfi veiðifélagsins f.h. hreppsins.
7. Eignarhald á lóð hreppsins með fastanúmer: 235-5862 “Möðruvellir hitaveita” í landi Möðruvalla 1. Yfirfærsla fasteignarinnar frá Kjósarhreppi til Kjósarveitna og ákvörðun um að auka hlutafé Kjósarhrepps í Kjósarveitum ehf. með breytingu á skuldum Kjósarveitna ehf. við hreppinn og með framsali á eign hreppsins í framkvæmdum vegna hitaveitu.
Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra Kjósarhrepps falið að undirbúa málið í samráði við endurskoðanda hreppsins.
8. Önnur mál
9. Mál til kynningar
Fundi slitið kl. 15:20 GGÍ