Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 13. febrúar, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps ásamt nefndinni um endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 10:00. Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ) Gunnar Leó Helgason (GLH) G. Oddur Víðisson (GOV) og Jón M Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2005-2017. Stefnubreytingar og ráðning skipulagsráðgjafa.
Afgreiðsla: Ekki eru fyrirhugaðar víðtækar breytingar á skipulagsáætlun sveitarfélagsins. Ákveðið var að skipuð nefnd um endurskoðunina leitaði eftir viðræðum við Landlínur ehf. um endurskoðun aðalskipulagsins.
Önnur mál
2. Mál til kynningar
Fundi slitið kl. 12:00 GGÍ