Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 2. febrúar, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 16:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Ábyrgð sveitarsjóðs Kjósarhrepps á láni Arionbanka til Kjósarveitna ehf. allt að kr. 80.000.000.-
Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps ákveður að sveitarsjóður ábyrgist allt að kr. 80.000.000, - af allt að kr. 480.000.000,- ádráttarláni sem Kjósarveitur ehf. hyggjast taka hjá Arionbanka hf. til fjármögnunar á lagningu hitaveitu um sveitarfélagið á árinunum 2016 og 2017. Við afgreiðslu þessa liggur fyrir sérstakt áhættumat framangreindrar ábyrgðar og lántöku á fjárhag sveitarfélagsins sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
2. Önnur mál
3. Mál til kynningar
Undirritun sveitarstjórnar:
Fundi slitið kl. 16:30 GGÍ