Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2016, 27. janúar, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 16:30. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerð nefnda
Skipulags- og byggingarnefnd frá 25. Janúar.
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram.
Skipulagsnefnd
a. Tekin var fyrir lýsing á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps:
Breyting á landnotkun í landi Möðruvalla. Landnotkun á svæðinu er frístundabyggð og landbúnaðarland auk náttúruverndarsvæðis (N2). Landnotkun mun breytast á tveim svæðum annars vegar mun 0,5 ha svæði frístundabyggðar (F15c) breytast í athafnasvæði (A2) og hins vegar mun 0,4 ha svæði landbúnaðar breytast í athafnasvæði (A3). Starfsemi á athafnasvæðunum tengist tveim borholum með heitt vatn. Stærð frístundabyggðar minnkar sem þessu nemur eða úr 10,2 ha í 8,7 ha. Gert er ráð fyrir lagnaleið hitaveitu á óbyggðu svæði meðfram Meðalfellsvegi.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017, sbr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Möðruvalla 1.
2. Önnur mál
3. Mál til kynningar
Fundi slitið kl. 17:30 GGÍ