Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2015, 3. nóvember, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Garðar Jónsson frá R3-Ráðgjöfum ehf kom á fundinn og kynnir fyrir hreppsnefndarmönnum og stjórn Kjósarveitna ehf. tillögu sína að rekstraráætlun hitaveitunnar og hlutafélagaformi.
2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2015.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti viðaukann.
3. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun vegna ársins 2016.
Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu.
4. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun vegna áranna 2017, 2018 og 2019.
Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu en gert verður ráð fyrir kostnaði við lagningu ljósleiðara meðfram hitaveitu ef af verður.
5. Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Afgreiðsla: Samþykkt.
6. Jafnréttisáætlun Kjósarhrepps 2014-2018
Afgreiðsla: Frestað.
7. Lögreglan kom í sína árlegu heimsókn kl 15:00.
8. Önnur mál
a. Hreppsnefnd Kjósarhrepps lýsir ánægju sinni með og styður bókun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem fram kom á fundi sveitarstjórnarinnar 27. október 2015. Þar kemur fram að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill herða verulega mengunarvarnakröfur og eftirlit með álverinu á Grundartanga. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir einnig fjölmargar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar að nýju starfsleyfi, og vill ekki að Norðurál beri sjálft ábyrgð á mengunarmælingum.
9. Mál til kynningar
Ákveðið var að næstu fundir yrðu fimmtudagana 26. nóvember og 10. desember.
Fundi slitið kl 16:00 GGÍ