Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2015, 1. október, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Markaðs,- atvinnu- og menningarmálanefnd frá 15. september
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram.
b. Skipulags- og byggingarnefnd frá 30. september.
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Fundargerðin staðfest.
Skipulagsnefnd
Skipulagsnefnd tók fyrir breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2022 og gerði bókun.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur undir bókun skipulagsnefndar.
2. Endurnýjun samnings um félagsþjónustu við Mosfellsbæ.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Mosfellsbæ um félagsþjónustu fyrir Kjósarhrepp.
3. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Kirkjusandur(drög að tillögu)
Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd.
4. Kynning á viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2015
Afgreiðsla: Lagður fram.
5. Níu þingmenn kjördæmisins mættu kl 15:00 og funduðu með hreppsnefnd.
6. Önnur mál
7. Mál til kynningar
a. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28. sept
Fundi slitið kl 16:15 GGÍ