Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2015, 10. september, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 14:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Fundargerðir nefnda
a. Skipulags- og byggingarnefnd frá 2. september.
Byggingarnefnd
Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir fundargerðina.
Skipulagsnefnd Tekin var til afgreiðslu óveruleg breyting á deiliskipulagi íbúða- og frístundabyggðar í landi Eyrar. Breytingin felur í sér að lóðarmörk á milli lóðanna Miðbúð 6 og 7 mun færast til um tæpa 7 m inn á lóð 6. Á Miðbúð 7 er búið að reisa íbúðarhús. Afmörkun byggingarreits verður í samræmi við staðsetningu hússins. Byggingareitur Miðbúðar 6 færist til í samræmi við staðsetningu nýrra lóðarmarka. Áhrif breytingarinnar á náttúru, umhverfi og gagnvart nágrönnum er óveruleg. Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi sem óverulega samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr.123/2010.
b. Skipulagsnefnd um endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps frá 9. september. Aðalskipulagið rennur út 2017. Nefndin fékk Sigurbjörgu Áskelsdóttur hjá Landlínum til að koma á fundinn. Var hún beðin um að fara yfir með nefndinni ef væru breyttar áherslur í síðari lögum um skipulagsmál, mannvirki og mynjavernd.
Afgreiðsla: Lagt fram
2. Fálkahreiður- hús í landi Flekkudals. Samningur kynntur.
Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir samninginn.
3. Ljósleiðaramál.
Afgreiðsla: Ákveðið var að setja út auglýsingu um hvort einhver hafi hug á að leggja ljósleiðara um sveitarfélagið á næstu árum.
4. Bréf frá Locatify um app fyrir Kjósahrepp.
Afgreiðsla: Lagt fram.
5. Önnur mál
6. Mál til kynningar
a. Niðurstöður öryggisúttektar á vefnum http://www.kjos.is/
Fundi slitið kl 15:20 GGÍ