Sveitarstjórn
Kjósarhreppur
Árið 2015, 10. júní, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman í Ásgarði kl. 13:00. Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).
Mál sem tekin voru fyrir:
1. Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á 6,5 km kafla á Kjósarskarðsvegi Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið.
2. Endurnýjun á samningum Kjósarhrepps við Mosfellsbæ um félagsþjónustu Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að óska eftir endurnýjun samninganna.
3. Bréf frá Jóni Bjarnasyni formanni sumarhúsafélagsins í Norðurnesi Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að svara bréfi Jóns Bjarnasonar
4. Erindi frá Ferðaþjónustunni Hjalla Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra veitu og viðburða falið að svara erindinu á forsendum umræðna á fundinum.
5. Ósk frá Kjósarveitum ehf um að Kjósarhreppur veiti veðheimild vegna lántöku félagsins í lok júní. Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir veðleyfi handa Kjósarveitum ehf allt að kr. 10.000.000.- tíu miljónum króna með veði í Mv 24
6. Önnur mál
7. Mál til kynningar
a. Fundargerð SSH frá 1. júni 2015
b. Fundargerð svæðisskipulgasnefndar frá 1. júní 2015
c. Gróðursetning í tilefni afmælis.
d. Listi yfir fyrirtæki í Kjós sem eiga að greiða heilbrigðiseftirlitsgjöld /mengunarvarnaeftirlitsgjöld fyrir árið 2015
e. Skýrslan frá ÍSOR „Jarðhitaleit í Kjós“
f. Opinn íbúafundur í Félagsgarði 18. júní, kl. 20:00, um lagningu hitaveitu í Kjósarhreppi. Tillögur að lagnaleiðum kynntar ofl.
Fundi slitið kl 15:30 GGÍ