Fara í efni

Sveitarstjórn

511. fundur 05. mars 2015 kl. 18:55 - 18:55 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2015, 05. mars,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.                  Ástandið á Félagsgarði og aðgerðir. Forsvarsmenn Veisluhússins ehf mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Afgreiðsla: Snorri og Sveina mættu á fundinn fyrir hönd Veisluhússins ehf og gerðu grein fyrir ástandinu á húsinu og töldu aðgerða þörf  af hendi hreppsnins til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á eigninni. Ekki hafði verið gert ráð fyrir neinum endurbótum á Félagsgarði í fjáhagsáætlun 2015.

Hreppsnefnd ákvað  að fela sveitarstjóra að leita tilboða í nýja hurð út á pallinn og leita eftir tilboðum í  nýtt gler í forstofu.

 

2.                  Minningarsjóður Reynivallakirkju. Hugmynd frá Önnu Höskuldsdóttur, Reynivöllum um að Kjósarhreppur veiti sjóðnum forstöðu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tók vel í málið

 

3.                  Skýrsla-samantekt á gögnum frá ÍSOR vegna jarðhitaleitar  í Kjósarhreppi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að kaupa skýrsluna

 

4.                  Drög að samþykktum, hluthafasamkomulagi, stofnfundargerð og stofnsamningi fyrir einkahlutafélagið Grundartangi Þróunarfélag ehf

 

Afgreiðsla: Oddviti Kjósarhrepps skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarfs-vettvang á Grundartanga þann 28. nóvember 2014, ásamt forsvarsmönnum Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Faxaflóahafna.  Viljayfirlýsingin fól m. a. í sér að hagsmunaaðilar Grundartangasvæðisins lýstu yfir vilja til samstarfs á sviði umhverfismála, við mótun framtíðarsýnar um svæðið með það að markmiði að vera leiðandi í umhverfismálum, upplýsingagjöf um svæðið og forgangsröðun á valkostum fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki.  Aðilar lýstu yfir vilja til að hefja strax undirbúning að stofnun samstarfsvettvangs sem skyldi vinna að þeim markmiðum sem sett voru fram í yfirlýsingunni.

 

Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að hluthafasamkomulagi í einkahlutafélaginu   Grundartangi Þróunarfélag ehf. er gert ráð fyrir því að aðilar viljayfirlýsingarinnar verði eigendur alls hlutfjár í félaginu að jöfnu.   Lagt er hins vegar til að skipun stjórnar félagsins verði með þeim hætti að einn stjórnarmaður verði tilnefndur af Akraneskaupstað, einn af Faxaflóahöfnum, einn frá Hvalfjarðarsveit og einn frá Reykjavík en einn stjórnarmaður verði hins vegar tilnefndur sameiginlega af Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Kjósarhreppi.  Samkvæmt þessum drögum að hluthafasamkomulagi verða helstu viðfangsefni félagsins m. a.  að vinna að stofnun iðnaðar- og framleiðsluklasa á Grundartangasvæðinu og greiða fyrir uppbyggingu, vinna að stofnun þróunarseturs í málmiðnaði og málmtækni og greiða fyrir uppbyggingu atvinnufyrirtækja á svæðinu m. a. með þátttöku í stofnun, eignarhaldi og rekstri félaga.

Kjósarhreppur hefur ekki talið það vera fyrir hagsmuni íbúa og atvinnurekstrar í sveitarfélaginu að stuðla að frekari uppbyggingu á stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði.   Fyrirhuguð skipun stjórnar í félaginu tekur á engan hátt tillit til hagsmuna Kjósarhrepps og telur sveitarfélagið  að það muni lítil áhrif hafa á framgang félagsins þar sem hluthöfum er mismunuð þátttaka í stjórn þrátt fyrir að gert sér ráð fyrir því að eignarhald aðila viljayfirlýsingarinnar í fyrirhuguðu félagi verði jöfn.

Af þessum ástæðum hafnar Kjósarhreppur því að taka þátt í stofnun á Grundartangi Þróunarfélag ehf.  á þeim grundvelli sem framlögð drög að hluthafasamkomulaginu gera ráð fyrir.

 

8.         Önnur mál

 

9.         Mál til kynningar

a. Fundur SSH frá 9. febrúar

b. Kjósarveitur ehf.  Að hverju er verið að vinna  og hver eru framtíðaráformin hjá félaginu? Til upplýsingar fyrir hreppsnefndarmenn

c. Kynning á stöðu sveitarsjóðs um sl. áramót en reikningar hreppsins fyrir árið 2014      eru farnir til endurskoðenda

 

Fundi slitið kl  17:14    GGÍ

 

Næsti fundur samþykktur 16. apríl.