Fara í efni

Sveitarstjórn

510. fundur 05. febrúar 2015 kl. 16:41 - 16:41 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2015, 05. febrúar,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 14:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

1.                  Hreppsnefnd hélt fund  með skipulags- og byggingarnefnd laugardaginn 31. janúar í Ásgarði, kl 11:00. Aðalmálefni fundarins var aðalskipulag Kjósarhrepps en það rennur út 2017. Tilnefndur  var vinnuhópur sem hefur það verkefni að koma með tillögur til hreppsnefndar um breytingu á skipulaginu.                                                                                     Tilnefnd voru þau: G. Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar L. Helgason, Þórarinn Jónsson og Guðný G. Ívarsdóttir.                                                                                                             Brynja Guðmundsdóttir kom á fundinn og kynnti masterverkefni sitt um ræktanlegt land í Kjósarhreppi

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tilnefningu á þessum hóp

 

2.                  Hreppsnefnd Kjósarhrepps tekur til loka afgreiðslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Morastaða, Stapagljúfur. Hreppsnefnd hafði áður samþykkt að senda deiliskipulagsbreytinguna  til umsagnar Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemd við breytinguna.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir deiliskipulagsbreytingu Stapagljúfurs í landi Morastaða. samkv. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.            Fjórar lóðir(samþykkt deiliskipulag 2007)sameinaðar í eina. Lóðin var 8,36ha en minnkar um 0,15ha við að lóðmörk eru færð úr miðri á upp á árbakkann.

 

3.                  Skýrsla-samantekt á gögnum frá ÍSOR vegna jarðhitaleitar. Meðfylgjandi er tilboð frá ÍSOR

Afgreiðsla: Málinu frestað en skoða á hvort hægt sé að fá hagstæðara tilboð.

 

4.                  Lækkun á símakostnaði fyrir skrifstofur hreppsins. Vildarvinatilboð frá Símanum.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að ganga til samninga við Símann í samræmi við umræður á fundinum.

 

5.                  Bréf frá Jóni Gíslasyni þar sem hann óskar eftir að verða leystur undan setu sinni í Veitunefnd Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að leysa hann frá störfum.

 

6.                  Bókhaldsmál Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Verið er að ljúka vinnu við að færa bókhald fyrir árið  2014 og sveitarstjóra falið að skoða næstu skref  og koma með tillögur.

 

7.                  Tillaga að lýsingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

 

8.         Önnur mál

 

9.         Mál til kynningar

a.         Fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 12. og 19. janúar.

b.         Bréf frá Veisluhúsinu vegna Félagsgarðs

 

Fundi slitið kl  16:00    GGÍ