Fara í efni

Sveitarstjórn

509. fundur 08. janúar 2015 kl. 17:02 - 17:02 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2015, 08. janúar,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 14:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Breyting á gjaldskrá fyrir mengunarvarnareftirlit á svæði heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Tímagjald hækkar um 4,8% og gjald fyrir rannsókn á hverju sýni hækkar um 4,3%

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir gjaldskrárbreytinguna

 

2.      Fyrirtækið Náttúra.is býður upp á kynninga á svokölluðu „Endurvinns ukorti“.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að skoða málið

 

3.      Bréf frá Sigurbirni Hjaltasyni  þar sem hann gerir athugasemd við staðfestingu hreppsnefndar á afgreiðslu skipulagsnefndar frá 11. des 2014

Afgreiðsla: Bréfið fékk umfjöllun hreppsnefndar

 

4.      Hreppsnefnd Kjósarhrepps ákveður að taka upp að nýju bókun sína frá 11. desember 2014 í 1. lið mál 01, vegna ábendingar.

Ný afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að senda deiliskipulagsbreytingu Stapagljúfurs í landi Morastaða til umsagnar Skipulagsstofnunar.Samkv. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Fjórar lóðir(samþykkt deiliskipulag 2007)sameinaðar í eina. Lóðin var 8,36ha en minnkar um 0,15ha við að lóðmörk eru færð úr miðri á upp á árbakkann.

 

5.      Beiðni kom frá rekstraraðilum Félagsgarðs um að gófið í salnum verði slípað og lakkað á kosnað Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Samkvæmt leigusamningi dagsettum 1. nóvember 2014. gr.7  þá skal leigutaki annast á sinn kostnað viðhald á rúðum, læsingum, vatnskrönum, raftenglum,      ljósabúnaði, rafmagnsinnstungum, raftækjum og hreinlætistækjum.  Leigutaki skal jafnframt sjá um viðhald á innanhúsmálningu og viðhald á gólfefnum sé slíkt nauðsynlegt til að skila megi hinu leigða í sambærilegu ástandi og við upphaf leigutíma, allt miðað við eðlilega notkun á leigutíma

Hreppsnefnd samþykkir að koma gólfinu í það horf sem það hefði átt að vera í við upphaf samnings.  

 

6.      Formlegur stofnfundur Kjósarveitna eht kl 16:00.

 

7.      Önnur mál

 

8.      Mál til kynningar

a.         Svör við athugasemdum við skipulagsbreytingum við Grundartanga

b.         Fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 18. desember

c.         Tillaga að lýsingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030

d.         Útistandandi fasteignagjöld  07.01.2015

 

Fundi slitið kl  15:30    GGÍ