Fara í efni

Sveitarstjórn

507. fundur 11. desember 2014 kl. 19:24 - 19:24 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2014, 11. desember,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags og byggingarnefndn frá 6. desember

Byggingarnefnd

Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram

Skipulagsnefnd

01.              Tekin var til umsagnar að ósk hreppsnefndar Kjósarhrepps athugasemdir sem sem bárust skipulagsnefnd vegna breytingar á deiliskipulagi við Stapagljúfur. Lögð var fram tillaga að nýju svarbréfi ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti. Breyting frá áður samþykktu deiliskipulagi felst í því að hnit sem sem voru á jarðarmörkum Kiðafells og Morastaða voru felld út.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar

 

02.              Tekin var fyrir að nýju breyting á gildandi deiliskipulagi í landi Þúfukots. Deiliskipulagið sem er í gildi var staðfest 1992 gerði ráð fyrir lóðum fyrir 13 frístundahús.Nýja deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 frístundalóðum sem hver um sig er u.þ.b. 0,5 ha. Deiliskipulagstillagan tekur einnig til fjögurra íbúðarhúsalóða fyrir ofan Þúfukotsbæinn sem að þegar eru byggðar. Ennfremur er á tillögunni gert ráð fyrir ca. 1600 m2 byggingareit fyrir reiðhöll norð-vestan við Þúfukotsbæinn.

Afgreiðsla:Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar

 

b.      Markaðs, atvinnu- og ferðamálanefnd frá 9. desember

Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram

 

2.      Seinni umræða um fjárhagsáætlun Kjósarhrepps vegna ársins 2015

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir árið 2015.     

 

3. Seinni umræða um fjárhagsáætlun áranna 2016,2017,2018.

Afgreiðsla: Samþykkt.

4.      Viðauki við fjárhagsáætlun Kjósarhrepps vegna ársins 2014, en kynning fór fram á fundi hreppsnefndar þann 6. nóvember sl.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir viðaukann.

 

5.      Stofnun einkahlutafélags um hitaveitu Kjósarhrepps og kosning í stjórn. Samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 22. nóvember sl.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað nafn á félagið-Kjósarveitur og tilnefndi Pétur Guðjónsson, Karl M Kristjánsson og Sigurð Ásgeirsson í aðalstjórn veitufélagsins og Guðmund Davíðsson sem varamann. Framkvæmdastjóra veitumála falið að vinna stofnskjal hlutafélagsins áfram fyrir næsta fund.

 

6.      Önnur mál

a.      Hreppsnefnd ákvað að styrkja fyrirhugaða skötuveislu í Félagsgarði um kr. 100.000.-

b.      Kjósarhreppur mun koma að ásamt Kvenfélagi Kjósarhrepps að halda Jólatrésskemmtun í Ásgarði þann 27. desember

c.       Oddviti undirritaði viljayfirlýsingu hagsmunaaðila á Grundartangasvæðinu um samstarf á sviði umhverfismála

 

 

 

Fundi slitið kl   16:30   GGÍ